Jól

Þvörusleikir kom til byggða í nótt

Grýla skrifar
Þvörusleikir varð glaður þegar eldabuskan fór.
Þvörusleikir varð glaður þegar eldabuskan fór. Halldór

Þvörusleikir er fjórði jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann var mjór eins og girðingarstaur og þótti best að sleikja þvörur sem notaðar voru til að hræra í pottum.

Þvörusleikir er fjórði jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann var mjór eins og girðingarstaur og þótti best að sleikja þvörur sem notaðar voru til að hræra í pottum.

Í ljóðinu Jólasveinarnir eftir Jóhannes úr Kötlum segir:

  • Sá fjórði, Þvörusleikir,
  • var fjarskalega mjór.
  • Og ósköp varð hann glaður,
  • þegar eldabuskan fór.


  • Þá þaut hann eins og elding
  • og þvöruna greip,
  • og hélt með báðum höndum,
  • því hún var stundum sleip.

Kvæði Jóhannesar úr Kötlum er birt með góðfúslegu leyfi Svans Jóhannessonar. Nánar má lesa um skáldið á vefnum johannes.is.

Hér fyrir neðan syngur Þvörusleikir lagið Jólasveinar ganga um gólf í gömlu myndbandi frá Jolasveinarnir.is.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.