Neytendur

Skilagjald hækki um tvær krónur

Bjarki Sigurðsson skrifar
Skilagjald flaskna og dósa er sem stendur átján krónur.
Skilagjald flaskna og dósa er sem stendur átján krónur. Getty/Jonathan Wiggs

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að skilagjald einnota drykkjarvöruumbúða hækki um tvær krónur, úr átján krónum í tuttugu. Gjaldið var síðast hækkað í fyrrasumar. 

Þetta kemur fram í nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar um svokallaðan Bandorm, frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2023. 

Vísir greindi frá því í október að Endurvinnslan hafi lagt til að skilagjaldið yrði hækkað um tvær krónur. Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytið fór ekki eftir tillögunni sökum þess að berjast þyrfti gegn verðbólgunni. 

„Þær skýringar sem að ráðuneytið gaf fyrir því að ekki væri farið að tillögu Endurvinnslunnar hf. var sú að þeir töldu að það yrði að reyna að halda niðri verðbólgu og því ekki svigrúm til að hækka skilagjaldið,“ sagði í umsögn Endurvinnslunnar á Bandorminum. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×