Innherji

LSR seg­ir að sög­u­leg­a hafi sjóð­fé­lag­a­lán ver­ið betr­i kost­ur en sér­tryggð bréf

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri sagði í gær það væri „umhugsunarefni“ af hverju lífeyrissjóðirnir séu ekki í meira mæli að kaupa sértryggðar útgáfur af íslensku bönkunum sem skili þeim betri ávöxtun borið saman við að lána beint út til sjóðsfélaga sinna. Nú þegar vaxtastig fari hækkandi eftir langt tímabil þar sem áhætta var ekki rétt verðlögð þá hljóti ótryggðar skuldabréfaútgáfur bankanna að byrja að verða „aðlaðandi“ fyrir fjárfesta á borð við íslensku lífeyrissjóðina.
Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri sagði í gær það væri „umhugsunarefni“ af hverju lífeyrissjóðirnir séu ekki í meira mæli að kaupa sértryggðar útgáfur af íslensku bönkunum sem skili þeim betri ávöxtun borið saman við að lána beint út til sjóðsfélaga sinna. Nú þegar vaxtastig fari hækkandi eftir langt tímabil þar sem áhætta var ekki rétt verðlögð þá hljóti ótryggðar skuldabréfaútgáfur bankanna að byrja að verða „aðlaðandi“ fyrir fjárfesta á borð við íslensku lífeyrissjóðina.

Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna LSR og Festu segja sjóðina ekki hafa tekið afstöðu um að fjárfesta frekar í fasteignalánum sjóðsfélaga fremur en sértryggðum skuldabréfum banka. „Sögulega séð hafa sjóðfélagalán oft verið ákjósanlegri kostur en sértryggð skuldabréf bankanna, þótt að undanförnu hafi dregið úr vaxtamuninum þannig að um þessar mundir eru kjörin nokkuð svipuð,“ segir Kristinn Jón Arnarson, samskiptastjóri LSR.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.