Innlent

Maður féll útbyrðis í Faxaflóa

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa nú yfir við Faxaflóa.
Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa nú yfir við Faxaflóa. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir og Landhelgisgæslan leita nú að manni sem féll útbyrðis af fiskiskipi rétt fyrir utan Faxaflóa í dag. 

Tilkynning um slysið barst rétt fyrir klukkan 17. Í samtali við fréttastofu staðfestir Guðmundur Birkir Agnarsson sem stýrir aðgerðum Landhelgisgæslunnar að aðgerðir séu að hefjast. 

Hann segir að tvö aðstoðarskip séu að mæta á vettfang og allur tiltækur floti björgunarsveitanna, tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, auk björgunarbáta frá Vestmannaeyjum. Þá er búið að kalla úr varðskipið Þór. 

Björgunarskipið Þór er á leið á vettvang.Vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×