Viðskipti erlent

Kyn­hneigð og trúar­brögð víkja af Facebook

Bjarki Sigurðsson skrifar
Meta er móðurfyrirtæki Facebook.
Meta er móðurfyrirtæki Facebook. Getty/Justin Sullivan

Trúarbrögð, pólitískar skoðanir, heimilisföng og kynhneigð fólks munu hverfa af Facebook um mánaðamótin. Talsmaður Facebook segir breytinguna vera gerða til að einfalda notendum að nota miðilinn. 

Facebook-notendur hafa margir hverjir nýlega fengið tilkynningu þar sem greint er frá þessu en einungis þeir notendur sem eru með ákveðnar upplýsingar opinberar fengu tilkynninguna. 

Í tilkynningunni segir að breytingarnar taki gildi þann 1. desember næstkomandi, á fimmtudaginn. Notendum er boðið upp á að hala niður þessum upplýsingum áður en þær eru fjarlægðar. 

Tilkynningin sem hefur borist notendum Facebook.Vísir

Hingað til hefur Facebook boðið notendum upp á að greina frá trúarbrögðum sínum, kynhneigð, heimilisfangi og pólitískum skoðunum á notendasíðu sinni. Allir þessir dálkar munu þó víkja. 

Talsmaður Facebook segir í samtali við miðilinn TechCrunch að breytingarnar séu gerðar til þess að einfalda notendum Facebook að skoða og nota miðilinn. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.