Samstarf

N1 lækkar verð í Norðlingaholti

N1
N1 í Norðlingaholti
N1 í Norðlingaholti

Frá og með deginum í dag getur þú fengið fengið ódýrara eldsneyti á stöð N1 í Norðlingaholti. Stöðin bætist með þessu í hóp fimm N1 stöðva sem bjóða ódýrara eldsneyti en mikil eftirspurn er eftir slíkum stöðvum.

Sú fyrsta var opnuð í Lindum í Kópavogi í lok árs 2019 og síðan þá hafa fjórar aðrar stöðvar bæst í hópinn: á Reykjavíkurvegi og Norðurhellu í Hafnarfirði, við Tryggvabraut á Akureyri og nú í Norðlingaholti. Á öllum stöðvunum geta viðskiptavinir fengið ódýrara eldsneyti og sem fyrr verður hægt að greiða fyrir það með N1 lyklum og N1 korti.

N1 stöðin í Norðlingaholti hentar sérstaklega vel fyrir þetta fyrirkomulag. Ekki aðeins þjónustar hún vel íbúa svæðisins heldur er hún jafnframt í alfaraleið fyrir ferðalanga sem eiga leið frá höfuðborgarsvæðinu á Suðurland.

„Við hjá N1 höfum fundið vel fyrir eftirspurn viðskiptavina eftir fleiri stöðvum sem bjóða ódýrara eldsneyti. Þeim hefur alls staðar verið vel tekið og því afar ánægjulegt að geta svarað kallinu með þessari breytingu í Norðlingaholti. Við ætlum að halda áfram að auðvelda viðskiptavinum okkar eldsneytiskaupin og ódýrara eldsneyti í Norðlingaholti er liður í þeirri vegferð,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.

Nánari upplýsingar um Ódýrara má nálgast hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×