Lygileg frumraun Dwight Howard í Taívan Arnar Geir Halldórsson skrifar 20. nóvember 2022 11:31 Dwight Howard. vísir/Getty Tröllvaxni körfuboltamaðurinn Dwight Howard færði sig um set á dögunum og yfirgaf NBA deildina til þess að ganga í raðir Taoyuan Leopards sem leikur í Taívan. Þessi 36 ára gamli leikmaður var valinn fyrstur í nýliðavali NBA deildarinnar árið 2004 og varð fljótlega einn af vinsælli leikmönnum deildarinnar þar sem hann lék með Orlando Magic. Howard var valinn í úrvalslið deildarinnar fimm ár í röð frá 2008-2012 en eftir að hann yfirgaf Magic sumarið 2012 náði ferillinn ekki því flugi sem margir bjuggust við. Hann var þó hluti af meistaraliði Los Angeles Lakers 2020 en í algjöru aukahlutverki. Í byrjun mánaðarins vakti mikla athygli þegar Howard ákvað að semja við taívanska úrvalsdeildarliðið Taoyuan Leopards en taívanska deildin er ekki ýkja hátt skrifuð í heimskörfuboltanum. Frumraun Howard var ansi skrautleg en hann var besti maður vallarins með 38 stig, 25 fráköst og 9 stoðsendingar og hjálpaði liðinu að vinna sigur í framlengdum leik í gærkvöldi. Það sem vekur kannski enn frekar athygli er að Howard, sem hefur aðallega hagað sínum leik þannig í NBA deildinni að leika undir körfunni var í allt öðru hlutverki í leiknum. Til að mynda átti hann tíu þriggja stiga tilraunir í leiknum en hann hefur ekki verið þekktur fyrir góða skotnýtingu utan af velli á ferli sínum. DWIGHT HOWARD attempted 10 THREES during his ridiculous debut in Taiwan38 Points14/32 Shooting2/10 Threes8/12 Free Throws25 Rebounds9 Assists4 Blockspic.twitter.com/wJztp0RLoT— Ballislife.com (@Ballislife) November 19, 2022 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Þessi 36 ára gamli leikmaður var valinn fyrstur í nýliðavali NBA deildarinnar árið 2004 og varð fljótlega einn af vinsælli leikmönnum deildarinnar þar sem hann lék með Orlando Magic. Howard var valinn í úrvalslið deildarinnar fimm ár í röð frá 2008-2012 en eftir að hann yfirgaf Magic sumarið 2012 náði ferillinn ekki því flugi sem margir bjuggust við. Hann var þó hluti af meistaraliði Los Angeles Lakers 2020 en í algjöru aukahlutverki. Í byrjun mánaðarins vakti mikla athygli þegar Howard ákvað að semja við taívanska úrvalsdeildarliðið Taoyuan Leopards en taívanska deildin er ekki ýkja hátt skrifuð í heimskörfuboltanum. Frumraun Howard var ansi skrautleg en hann var besti maður vallarins með 38 stig, 25 fráköst og 9 stoðsendingar og hjálpaði liðinu að vinna sigur í framlengdum leik í gærkvöldi. Það sem vekur kannski enn frekar athygli er að Howard, sem hefur aðallega hagað sínum leik þannig í NBA deildinni að leika undir körfunni var í allt öðru hlutverki í leiknum. Til að mynda átti hann tíu þriggja stiga tilraunir í leiknum en hann hefur ekki verið þekktur fyrir góða skotnýtingu utan af velli á ferli sínum. DWIGHT HOWARD attempted 10 THREES during his ridiculous debut in Taiwan38 Points14/32 Shooting2/10 Threes8/12 Free Throws25 Rebounds9 Assists4 Blockspic.twitter.com/wJztp0RLoT— Ballislife.com (@Ballislife) November 19, 2022
Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins