„Tilfinningin er að við þurfum að eiga okkar besta leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. nóvember 2022 20:30 Haukur Helgi Pálsson er klár í slaginn. Vísir/Hulda Margrét Íslenska landsliðið í körfubolta leikur einn sinn mikilvægasta leik í sögunni gegn Georgíu í undankeppni heimsmeistaramótsins annað kvöld. Með sigri færist íslenska liðið skrefi nær lokakeppni heimsmeistsramótsins. „Ég held að við séum allir bara stemmdir og klárir í verkefnið,“ sagði landsliðsmaðurinn Kristófer Acox í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í dag. „Þetta verður auðvitað erfitt eins og allir þessir leikir. Við erum komnir það langt að samkepnin verður erfiðari. En við erum allir bara klárir og ætlum allavega að gefa okkur alla í þetta og ég held að það muni koma okkur helvíti langt.“ „Við erum aldrei að fara að mæta einhverjum auðveldum andstæðingi, en við erum líka bara flottir og þá sértaklega hérna heima. Þannig við verðum svolítið að treysta á það að við verðum klárir. Þetta verður erfitt, vissulega, en ég held að við séum í góðu færi.“ Klippa: Einn mikilvægasti leikur körfuboltalandsliðsins annað kvöld Haukur Helgi Pálsson, sem glímt hefur við meiðsli, er klár í slaginn gegn Georgíu annað kvöld og verðu með íslenska liðinu. „Ég fékk í nárann fyrir þremur vikum á einni æfingunni og það er aðeins búið að vera að plaga mig. En Valdi er búinn að vera að sjá vel um mig þannig ég er bara góður,“ sagði Haukur. Haukur hefur þurft að glíma við mikil meiðsli á ferli sínum og Gaupi grínaðist með það að hann hafi verið heill í um sex ár af ellefu ára landsliðsferli sínum. „Já það er eitthvað svoleiðis,“ sagði Haukur léttur. „Ég er búinn að vera svolítið í brasi með líkamann á mér. En þetta eru orðin ellefu ár, það er ágætur tími.“ En hvernig leggst þessi leikur gegn Georgíu í Hauk? „Það er náttúrulega alltaf einhver pressa sem fylgir, þetta eru náttúrulega risaleikir. En við höfum alveg spilað svona leiki áður þannig séð og þetta er bara eins og hver annar leikur. En tilfinningin er að við þurfum að eiga okkar besta leik,“ sagði Haukur að lokum. Landslið karla í körfubolta Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
„Ég held að við séum allir bara stemmdir og klárir í verkefnið,“ sagði landsliðsmaðurinn Kristófer Acox í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í dag. „Þetta verður auðvitað erfitt eins og allir þessir leikir. Við erum komnir það langt að samkepnin verður erfiðari. En við erum allir bara klárir og ætlum allavega að gefa okkur alla í þetta og ég held að það muni koma okkur helvíti langt.“ „Við erum aldrei að fara að mæta einhverjum auðveldum andstæðingi, en við erum líka bara flottir og þá sértaklega hérna heima. Þannig við verðum svolítið að treysta á það að við verðum klárir. Þetta verður erfitt, vissulega, en ég held að við séum í góðu færi.“ Klippa: Einn mikilvægasti leikur körfuboltalandsliðsins annað kvöld Haukur Helgi Pálsson, sem glímt hefur við meiðsli, er klár í slaginn gegn Georgíu annað kvöld og verðu með íslenska liðinu. „Ég fékk í nárann fyrir þremur vikum á einni æfingunni og það er aðeins búið að vera að plaga mig. En Valdi er búinn að vera að sjá vel um mig þannig ég er bara góður,“ sagði Haukur. Haukur hefur þurft að glíma við mikil meiðsli á ferli sínum og Gaupi grínaðist með það að hann hafi verið heill í um sex ár af ellefu ára landsliðsferli sínum. „Já það er eitthvað svoleiðis,“ sagði Haukur léttur. „Ég er búinn að vera svolítið í brasi með líkamann á mér. En þetta eru orðin ellefu ár, það er ágætur tími.“ En hvernig leggst þessi leikur gegn Georgíu í Hauk? „Það er náttúrulega alltaf einhver pressa sem fylgir, þetta eru náttúrulega risaleikir. En við höfum alveg spilað svona leiki áður þannig séð og þetta er bara eins og hver annar leikur. En tilfinningin er að við þurfum að eiga okkar besta leik,“ sagði Haukur að lokum.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira