Jól

Tæp­lega hundrað ís­lenskir jóla­bjórar mættir til leiks

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
þegar lækkar á lofti sólin, þá kemur jólabjórinn
þegar lækkar á lofti sólin, þá kemur jólabjórinn Vísir/GettyImages

Bjórþyrstir Íslendingar eru líklega sérlega kátir þessa stundina, þar sem sala á jólabjór hófst í verslunum ÁTVR í dag. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þar sem tæplega hundrað tegundir eru í boði. Þar af eru íslensku bjórarnir í miklum meirihluta eða 91. 

Julebryg frá Tuborg var langvinsælasti jólabjórinn í fyrra.ÁTVR

Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri ÁTVR segir daginn einn af vertíðardögum fyrirtækisins og mikinn gleðidag. Samkvæmt honum seljast alltaf einhverjar tegundir upp og engin leið sé að spá til um hvaða bjór verði vinsælastur það árið.

420.000 lítrar af Julebryg

Í fyrra var Tuborg Julebryg langvinsælastur en af honum seldust tæplega 420.000 lítrar, samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. Aðrar vinsælar tegundir voru jólabjórarnir frá Viking og Thule, Jólagull, Hvít Jól Mandarínu White Ale og Jólakaldi. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.