Erlent

Þriðji fíkni­efna­smyglarinn látinn á árinu á Græn­landi

Árni Sæberg skrifar
Nuuk er höfuðstaður Grænlands.
Nuuk er höfuðstaður Grænlands. Martin Zwick/Getty

Karlmaður á sextugsaldri er látinn eftir að hafa reynt að smygla fíkniefnum innvortis til Grænlands. Hann er sá þriðji síðan í júní sem hefur látist af þeim völdum.

Maðurinn lést þegar pakki af hassi, sem hann hafði gleypt, fór í sundur í maga hans. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á Grænlandi í dag. DR greinir frá.

„Það er óheyrilega sorglegt að enn ein manneskja hafi látið lífið við það að smygla fíkniefnum. Bara í ár hafa þrír látið lífið með þessu móti. Það bendir til varhugaverðrar þróunar, að fleiri séu viljugir til að leggja lífið að veði,“ segir lögreglustjórinn Malik Sandgreen á blaðamannafundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×