Fær hótelnætur endurgreiddar eftir höfnun í móttökunni Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2022 11:33 Kærinefndin gaf lítið fyrir málflutning hótelfyrirtækisins. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Fyrirtæki sem rekur hótel hérlendis hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum andvirði fjögurra hótelnótta eftir að hafa meinað honum að dvelja á hótelinu þegar hann mætti til dvalarinnar. Fyrirtækið vísaði þar til þess að upplýsingar hefðu borist um að viðskiptavinurinn væri með Covid-19. Þetta kemur fram í nýjum úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Þarf fyrirtækið að endurgreiða manninum 341,95 evrur, um 49 þúsund krónur. Maðurinn hafði þann 5. mars síðastliðinn bókað gistingu í gegnum ónefnda bókunarsíðu á netinu í fjórar nætur, frá 6. til 10. mars 2022. Hann greiddi fyrirfram 341,95 evrur fyrir þjónustuna en um var að ræða svokallaða óafturkræfa eða „nonrefundable“ bókun. Öllum takmörkunum stjórnvalda vegna faraldursins hafði við aflétt á þessum tímapunkti. Var vísað frá við komu Í úrskurðinum kemur fram að manninum hafi verið tjáð þegar hann mætti á hótelið að hann gæti ekki dvalið þar sökum þess að fyrirtækið hefði þá vitneskju um að hann hefði greinst með Covid-19. Ekki er tekið fram hvernig fyrirtækið komst yfir þær upplýsingar. Maðurinn hafði þá óskað eftir endurgreiðslu, en fyrirtækið hafnað slíku og þess í stað boðið honum inneign til notkunar síðar hjá fyrirtækinu á næstu tólf mánuðum. Maðurinn rak það fyrir nefndinni að fyrirtækið hafi ekki veitt honum þá þjónustu sem samið hafi verið um og lagði hann áherslu á að á þessum tíma hafi öllum takmörkunum á Íslandi vegna Covid-19 verið aflétt. Málið hafi haft í för með sér mikið óhagræði fyrir manninn enda hafi hótelið ekki upplýst hann um ákvörðunina fyrr en við komu á hótelið. Því hafi hann þurft að finna aðra gistingu og leggja út frekari kostnað. Taldi sig vera í rétti Hótelið vísaði hins vegar til þess að bókun mannsins hafi verið gerð degi fyrir komu. Hótelið hafi heldur ekki verið á lista Ferðamálastofu yfir gististaði sem væru tilbúnir að taka á móti Covid-veikum einstaklingum. Hótelið hafi því talið sig vera í rétti til að hafna því að taka á móti Covid-veikum til að vernda heilsu annarra gesta. Sömuleiðis taldi fyrirtækið að sökum þess að langt hafi verið liðið frá því að kórónuveirufaraldurinn hafi hafist eigi ákvæði skilmála bókunarfyrirtækisins um force majeure og endurgreiðslur ekki við í málinu. Fyrirtækið hafi þó viljað koma til móts við manninn með inneignarnótu, að því gefnu að maðurinn afpanti hina umþrættu gistingu inn á bókunarvefnum án kröfu um endurgreiðslu. Tóku rök hótelsins ekki til greina Maðurinn og hótelið deildu ekki um orðalagið um „óafturkræfa“ greiðslu. Þau greindu hins vegar á um hvort hótelinu hafi verið heimilt að synja því að veita manninum vegna Covid-19 sýkingar sem og að hafna því að endurgreiða sóknaraðila með vísan til þess að um óafturkræfa bókun hafi verið að ræða. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að á þeim tíma sem maðurinn átti pantaða gistingu hafi verið búið að breyta reglum þannig að engar kröfur voru gerðar um einangrun eða sóttkví einstaklinga smitaða af Covid-19. „Verður því ekki annað séð en að varnaraðila hafi verið fært að efna sinn hluta samningsins sem fólst í því að veita sóknaraðila gistiþjónustu,“ segir í úrskurðinum. Nefndin tók önnur rök fyrirtækisins heldur ekki til greina. Neytendur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Þarf fyrirtækið að endurgreiða manninum 341,95 evrur, um 49 þúsund krónur. Maðurinn hafði þann 5. mars síðastliðinn bókað gistingu í gegnum ónefnda bókunarsíðu á netinu í fjórar nætur, frá 6. til 10. mars 2022. Hann greiddi fyrirfram 341,95 evrur fyrir þjónustuna en um var að ræða svokallaða óafturkræfa eða „nonrefundable“ bókun. Öllum takmörkunum stjórnvalda vegna faraldursins hafði við aflétt á þessum tímapunkti. Var vísað frá við komu Í úrskurðinum kemur fram að manninum hafi verið tjáð þegar hann mætti á hótelið að hann gæti ekki dvalið þar sökum þess að fyrirtækið hefði þá vitneskju um að hann hefði greinst með Covid-19. Ekki er tekið fram hvernig fyrirtækið komst yfir þær upplýsingar. Maðurinn hafði þá óskað eftir endurgreiðslu, en fyrirtækið hafnað slíku og þess í stað boðið honum inneign til notkunar síðar hjá fyrirtækinu á næstu tólf mánuðum. Maðurinn rak það fyrir nefndinni að fyrirtækið hafi ekki veitt honum þá þjónustu sem samið hafi verið um og lagði hann áherslu á að á þessum tíma hafi öllum takmörkunum á Íslandi vegna Covid-19 verið aflétt. Málið hafi haft í för með sér mikið óhagræði fyrir manninn enda hafi hótelið ekki upplýst hann um ákvörðunina fyrr en við komu á hótelið. Því hafi hann þurft að finna aðra gistingu og leggja út frekari kostnað. Taldi sig vera í rétti Hótelið vísaði hins vegar til þess að bókun mannsins hafi verið gerð degi fyrir komu. Hótelið hafi heldur ekki verið á lista Ferðamálastofu yfir gististaði sem væru tilbúnir að taka á móti Covid-veikum einstaklingum. Hótelið hafi því talið sig vera í rétti til að hafna því að taka á móti Covid-veikum til að vernda heilsu annarra gesta. Sömuleiðis taldi fyrirtækið að sökum þess að langt hafi verið liðið frá því að kórónuveirufaraldurinn hafi hafist eigi ákvæði skilmála bókunarfyrirtækisins um force majeure og endurgreiðslur ekki við í málinu. Fyrirtækið hafi þó viljað koma til móts við manninn með inneignarnótu, að því gefnu að maðurinn afpanti hina umþrættu gistingu inn á bókunarvefnum án kröfu um endurgreiðslu. Tóku rök hótelsins ekki til greina Maðurinn og hótelið deildu ekki um orðalagið um „óafturkræfa“ greiðslu. Þau greindu hins vegar á um hvort hótelinu hafi verið heimilt að synja því að veita manninum vegna Covid-19 sýkingar sem og að hafna því að endurgreiða sóknaraðila með vísan til þess að um óafturkræfa bókun hafi verið að ræða. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að á þeim tíma sem maðurinn átti pantaða gistingu hafi verið búið að breyta reglum þannig að engar kröfur voru gerðar um einangrun eða sóttkví einstaklinga smitaða af Covid-19. „Verður því ekki annað séð en að varnaraðila hafi verið fært að efna sinn hluta samningsins sem fólst í því að veita sóknaraðila gistiþjónustu,“ segir í úrskurðinum. Nefndin tók önnur rök fyrirtækisins heldur ekki til greina.
Neytendur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent