Innherji

Vikan framundan: Níu skráð félög birta uppgjör vegna þriðja ársfjórðungs

Ritstjórn Innherja skrifar
Síminn heldur hluthafafund á miðvikudag.
Síminn heldur hluthafafund á miðvikudag. vísir/vilhelm

Uppgjör skráðra félaga fyrir þriðja fjórðung yfirstandandi árs halda áfram að birtast þessa dagana. Alls munu níu skráð félög birta uppgjör í vikunni. Síminn heldur hluthafafund á miðvikudag þar sem fyrir liggur tillaga stjórnar félagsins um ráðstöfun söluhagnaðar Mílu.

  • Síminn birtir uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung eftir lokun markaða á þriðjudag. Sama dag birtir Hagstofan upplýsingar um þróun fasteignamarkaðar eftir landshlutum.
  • Festi og Arion banki birta uppgjör eftir lokun markaða á miðvikudag. Í eftirmiðdaginn hefur verið boðað til hluthafafundar Símans þar sem tekin verður ákvörðun um greiðslu til hluthafa í kjölfar sölunnar á Mílu upp á 31,5 milljarð króna. 
  • Fram kom í tilkynningu Símans til kauphallarinnar 30. september síðastliðinn að Síminn hefði fengið greitt að fullu fyrir Mílu, annars vegar 32,7 milljarða króna í reiðufé og hins vegar 17,5 milljarða króna í formi skuldabréfs til þriggja ára.
  • Fimmtudagurinn verður stór í þessari viku. Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir október um morguninn. Væntingar flestra markaðsaðila standa til þess að dragi úr verðlagshækkunum í mánuðinum. 
  • Eftir lokun markaða sama dag birta sex félög uppgjör fyrir þriðja fjórðung: Íslandsbanki, Sjóvá, SKEL, Origo, Nova og Eik.

Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×