Samstarf

Náms­stefna um breytingar og for­ystu­færni fer fram þann 29. nóvember

Profectus

Stjórnendur mæta stærri, tíðari og hraðari breytingum en nokkru sinni fyrr. Alþjóðleg námsstefna verður haldin þann 29. nóvember í Bæjarbíó um breytingar og forystufærni.

Stjórnendur þurfa að takast á við nýjan veruleika og tíðari og umfangsmeiri breytingar en nokkru sinni fyrr – og marga þeirra skortir nauðsynleg tól og tæki til að bregðast rétt við. Verkferlar, verklag, samrunar, samskipti og sjálfvirkni hafa og munu breytast verulega samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins McKinsey og á slíkum tímum er nauðsynlegt að fylgjast með.

Margir af færustu sérfræðingum heims á sviðum stjórnunar, breytingarstjórnunar og leiðtogahæfni koma fram á alþjóðlegri námsstefnu í Bæjarbíói í Hafnarfirði í tilefni af 10 ára afmæli Profectus, en þar munu þeir deila hugmyndum sínum og reynslu sem geta umbreytt hugsun, viðhorfi og færni íslenskra stjórnenda til að finna skilvirkar lausnir á því eina sem hægt er að ganga út frá sem vísu; að breytingar verða stærri, tíðari og hraðari en nokkru sinni fyrr.

Meðal fyrirlesara á námsstefnunni má nefna:

  • Metsöluhöfundinn Tim Hurson, sem hefur hjálpað stjórnendum og frumkvöðlum í yfir 40 löndum að finna snillingin innra með sér. Bók hans, Think Better, er biblía í sjálfu sér.
  • Metsöluhöfundinn Dorte Nielsen, sem varpar ljósi á leyndarmál hins ofurskapandi hugsuðar, en skapandi hugsun er besta mótefni við stöðnun og stuðlar að sjálfbærri þróun í leiðtogahlutverki
  • Dr. Marc og Samantha, sem hafa komið fram með nýja sýn á fylgjenda- og forystufærni og hverju það skilar.
  • Dr. Puleng Makhoalibe, sem var valin ein af 20 áhrifamestu kvenleiðtogum heims og veit að það að kveikja loga sköpunarkraftsins leiðir til breytinga.
  • Ingvar Jónsson, alþjóðlegan stjórnendamarkþjálfa, sem var valinn einn af 101 áhrifamestu markþjálfum í heimi á „Coaching World Congress 2020“ sem bendir á að það er listform að leiða breytingar sem skila árangri, enda er tilfinningagreind leiðtogans forsenda árangurs!
  • Jim Ridge, sem er listamaður og sérfræðingur í breytingastjórnun með meira en 30 ára reynslu með alþjóðlegum fyrirtækjakeðjum. Hann er sérfræðingur í að skapa sameiginlega sýn með starfsfólkinu, af starfsfólkinu, fyrir starfsfólkið - svo að eignarhaldið sé þeirra.
  • Valdimar Þór Svavarsson, sem er leiðandi sérfræðingur á sviði meðvirkni og áhrifum (skaða) sem hún getur haft á stefnumótun og menningu fyrirtækja.

Námsstefnan fer fram í Bæjarbíói 29. nóvember nk og er hægt að tryggja sér miða á TIX.IS





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×