Handbolti

Dæmdur í ellefu leikja bann fyrir brot í sænska handboltanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Christoffer Brännberger spilar ekki aftur með Önnered fyrr en á næsta ári, eftir heimsmeistaramótið í handbolta.
Christoffer Brännberger spilar ekki aftur með Önnered fyrr en á næsta ári, eftir heimsmeistaramótið í handbolta. epa/J.Casares

Einhver bið verður á því að sænski handboltamaðurinn Christoffer Brännberger spili aftur með liði sínu, Önnered. Hann hefur nefnilega verið dæmdur í ellefu leikja bann fyrir ljótt brot í leik gegn Malmö.

Á 5. mínútu í leik Önnered og Malmö í sænsku úrvalsdeildinni hljóp leikmaður gestanna, Charles Hugoson, inn á línu úr hægra horninu.

Hann fékk vægast sagt óblíðar móttökur því Brännberger kýldi hann af krafti í hálsinn svo Brännberger lá eftir. Með eindæmum ljótt brot sem hann fékk rauða spjaldið fyrir.

Ekki nóg með það heldur hefur Brännberger verið dæmdur í ellefu leikja bann fyrir brotið. Í umsögn aganefndar sænska handknattleikssambandsins segir að brotið eigi ekkert skylt við handbolta. Lengd bannsins markast einnig af því að Brännberger hefur áður fengið bann fyrir ljótt brot. Brotið umrædda í leik Önnered og Malmö má sjá hér fyrir neðan.

Önnered ætlar að áfrýja banninu og Brännberger er langt frá því að vera sáttur við það. Hann segir ómögulegt að sanna að hann hafi brotið viljandi af sér og segir fráleitt að fyrri refsingar hafi áhrif á dóminn því hann var síðast dæmdur í bann fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×