Viðskipti innlent

Bein út­sending: Seðla­bankinn rök­styður 25 punkta hækkun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri munu fara yfir stöðuna.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri munu fara yfir stöðuna. Vísir/Arnar

Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig.

Um var að ræða níundu stýrivaxtahækkunina í röð. Hækkunin þýðir að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru því 5,75 prósent.

Kynningin verður í höndum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Rannveigar Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan.

Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar frá því í morgun sagði að að vísbendingar séu um að vaxtahækkanir undanfarin misseri hafi hægt á vexti almennrar eftirspurnar og umsvifum á húsnæðismarkaði. Verðbólga mældist 9,3% í september og hefur hjaðnað um 0,6 prósentur frá ágústfundi peningastefnunefndar.

Þar sagði einnig að undirliggjandi verðbólga hafi hins vegar aukist á milli funda nefndarinnar. Þá séu vísbendingar um að verðbólguvæntingar séu farnar að lækka á ný þótt þær séu enn yfir verðbólgumarkmiði bankans.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×