Innherji

Rann­sakar hluta­bréfa­við­skipti dagana fyrir út­boð Ís­lands­banka

Hörður Ægisson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits.

Rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu beinist meðal annars að mögulega óeðlilegum viðskiptum á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Eftirlitið hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá söluráðgjöfunum um samskipti þeirra við viðskiptavini sína dagana 21. og 22. mars síðastliðinn.


Tengdar fréttir

Bankasýslan segist „fagna“ rannsókn FME á útboði Íslandsbanka

Bankasýsla ríkisins „fagnar“ því að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi tekið til athugunar tiltekna þætti í tengslum við lokað útboð á 22,5 prósenta hlut Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stofnunin segir að mikilvægi þess að skapa traust og tiltrú á sölumeðferð á eignarhlutum í Íslandsbanka verði „seint ofmetið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×