Innlent

Um tvö þúsund manns mættu í bólu­setningu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sumir fengu sprautu í báðar hendur.
Sumir fengu sprautu í báðar hendur. Vísir/Vilhelm

Í fyrsta sinn í hálft ár var stólum raðað upp fyrir fjöldabólusetningu og hjúkrunarfræðingar gengu um með bakka fulla af sprautum. Hluti þeirra sem mættu fengu bæði inflúensubólusetningu og örvunarskammt af nýju bóluefni gegn ómíkrón afbrigðinu.

Í heildina voru um 3.200 skammtar veittir í dag - flestir gegn inflúensu. Opið verður í bólusetningar í Höllinni fyrir alla yfir sextugu í þessari viku og næstu - og einnig á heilsugæslustöðvum víða um land. Eftir þann tíma geta aðrir mætt. 

Um níutíu þúsund skammtar af inflúensubóluefni munu berast til landsins og reiknað er með að það dugi ágætlega.

Í dag mættu um tvö þúsund manns í bólusetningu.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×