Fær endurgreitt þrátt fyrir andlitsfarða á peysunni Bjarki Sigurðsson skrifar 26. september 2022 17:39 Ekki þótti sannað að andlitsfarðinn hafi verið í peysunni þegar konan skilaði henni. Getty Kona hafði betur gegn fyrirtæki í máli sem kærunefnd vöru- og þjónustukaupa tók fyrir í síðustu viku. Deilumálið var hvort andlitsfarðaklessa hefði komið fyrir eða eftir að peysu var skilað aftur til verslunarinnar. Konan hafði fengið jogging galla, peysu og buxur, í jólagjöf árið 2021. Hún mátaði gallann á jóladag, að hennar sögn ómáluð, og sá að gallinn passaði ekki. Hún fór því í verslunina fyrsta opnunardag eftir áramót, 6. janúar, og freistaði þess að skila gallanum gegn því að fá inneignarnótu. Konan segir að þegar hún hafi mætt hafi verið lítið að gera og hún hafi því ákveðið að máta nokkrar flíkur á meðan hún var í versluninni. Þá hafi starfsmaður innt hana eftir því hvort hún væri með farða sem gæti farið í flíkurnar sem hún var að máta. Treysti starfsmanninum Þegar mátuninni var lokið óskaði konan eftir því að skila gallanum. Starfsmaður tjáði henni að hún gæti tekið við flíkunum og fengi inneignarnótu senda í tölvupósti. Konunni fannst það sérstakt en ákvað að treysta starfsmanninum þar sem hún var henni málkunnug. Inneignarnótan barst aldrei og tveimur dögum síðar hafði konan samband við verslunina og athugaði málið. Þá fékk hún senda ljósmynd af peysunni og segir konan að greina hafi mátt skugga á henni. Starfsmaðurinn sem sendi myndina fullyrti að um andlitsfarðablett væri að ræða. 14. janúar fór konan aftur í verslunina til að leita sátta. Hún segir starfsmenn verslunarinnar ekki hafa sýnt vilja til að leysa málið en að hún hafi aftur á móti fengið skilaboð frá öðrum starfsmanni verslunarinnar samdægurs þar sem henni var tjáð að hún gæti fengið inneign sem hafi numið helmingi andvirðis peysunnar. Konan féllst ekki á það. Sögð hafa staðið í hótunum Í andsvörum verslunarinnar segir að það hafi verið mikið að gera þennan dag sem konan kom í verslunina. Því hafi starfsmaðurinn sem kannaðist við konuna ákveðið að leyfa henni að skilja peysuna eftir og myndi skoða hana síðar. Við þá skoðun hafi komið í ljós að dökkt far eftir andlitsfarða væri í hálsmáli peysunnar. Því hafi konan ekki fengið að skila peysunni. Í andsvörunum segir að konan hafi staðið í hótunum við starfsmenn verslunarinnar vegna málsins. Versluninni þótti fullsannað að peysunni hafi verið skilað 6. janúar og að enginn annar hafi getað skitið peysuna út áður en ljósmyndin var send á konuna. Niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa er sú að verslunin skuli endurgreiða konunni fullt verð gallans, 28.980 krónur. Nefndin lítur á sem svo að það halli á verslunina að hafa ekki skoðað peysuna nægilega vel áður en tekið var við henni. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Neytendur Verslun Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Konan hafði fengið jogging galla, peysu og buxur, í jólagjöf árið 2021. Hún mátaði gallann á jóladag, að hennar sögn ómáluð, og sá að gallinn passaði ekki. Hún fór því í verslunina fyrsta opnunardag eftir áramót, 6. janúar, og freistaði þess að skila gallanum gegn því að fá inneignarnótu. Konan segir að þegar hún hafi mætt hafi verið lítið að gera og hún hafi því ákveðið að máta nokkrar flíkur á meðan hún var í versluninni. Þá hafi starfsmaður innt hana eftir því hvort hún væri með farða sem gæti farið í flíkurnar sem hún var að máta. Treysti starfsmanninum Þegar mátuninni var lokið óskaði konan eftir því að skila gallanum. Starfsmaður tjáði henni að hún gæti tekið við flíkunum og fengi inneignarnótu senda í tölvupósti. Konunni fannst það sérstakt en ákvað að treysta starfsmanninum þar sem hún var henni málkunnug. Inneignarnótan barst aldrei og tveimur dögum síðar hafði konan samband við verslunina og athugaði málið. Þá fékk hún senda ljósmynd af peysunni og segir konan að greina hafi mátt skugga á henni. Starfsmaðurinn sem sendi myndina fullyrti að um andlitsfarðablett væri að ræða. 14. janúar fór konan aftur í verslunina til að leita sátta. Hún segir starfsmenn verslunarinnar ekki hafa sýnt vilja til að leysa málið en að hún hafi aftur á móti fengið skilaboð frá öðrum starfsmanni verslunarinnar samdægurs þar sem henni var tjáð að hún gæti fengið inneign sem hafi numið helmingi andvirðis peysunnar. Konan féllst ekki á það. Sögð hafa staðið í hótunum Í andsvörum verslunarinnar segir að það hafi verið mikið að gera þennan dag sem konan kom í verslunina. Því hafi starfsmaðurinn sem kannaðist við konuna ákveðið að leyfa henni að skilja peysuna eftir og myndi skoða hana síðar. Við þá skoðun hafi komið í ljós að dökkt far eftir andlitsfarða væri í hálsmáli peysunnar. Því hafi konan ekki fengið að skila peysunni. Í andsvörunum segir að konan hafi staðið í hótunum við starfsmenn verslunarinnar vegna málsins. Versluninni þótti fullsannað að peysunni hafi verið skilað 6. janúar og að enginn annar hafi getað skitið peysuna út áður en ljósmyndin var send á konuna. Niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa er sú að verslunin skuli endurgreiða konunni fullt verð gallans, 28.980 krónur. Nefndin lítur á sem svo að það halli á verslunina að hafa ekki skoðað peysuna nægilega vel áður en tekið var við henni. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.
Neytendur Verslun Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira