Vörukarfan lækkar í helmingi verslana Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2022 13:02 Mest hækkaði vörukarfan í Hagkaup, 4,6 prósent og hækkaði verð í versluninni í öllum vöruflokkum nema einum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Vörukarfa ASÍ hækkaði í fjórum af átta matvöruverslunum og lækkaði í fjórum verslunum á fjögurra mánaða tímabili, frá byrjun maí til byrjun september. Frá þessu segir í tilkynningu frá ASÍ. Þar segir að mest hafi vörukarfan hækkað hjá Hagkaup, 4,6 prósent og næst mest hjá Heimkaup, eða 4,3 prósent. „Mest lækkaði vörukarfan í Krambúðinni, 3,9% og um 2,6% hjá Kjörbúðinni. Vörukarfa ASÍ endurspeglar almenn matarinnkaup meðalheimilis. Þess ber að geta að hér eru einungis birtar upplýsingar um verðbreytingar milli verðmælinga. Ekki er því um beinan verðsamanburð að ræða þ.e.a.s. hvar ódýrustu vörukörfuna var að finna. 4,6% hækkun á vörukörfunni í Hagkaup og 4,3% í Heimkaup Mest hækkaði vörukarfan í Hagkaup, 4,6% og hækkaði verð í versluninni í öllum vöruflokkum nema einum. Mest hækkaði kjötvara og grænmeti í verði hjá Hagkaup en einnig verð á brauð- og kornvöru, mjólkurvörum og hreinlætis- og snyrtivöru. Næst mest hækkaði verð hjá Heimkaup, 4,3% og hækkaði verð í öllum vöruflokkum verslunarinnar nema flokki grænmetis. Í Heimkaup hækkaði verð á ávöxtum og kjötvöru mest. Lítil hækkun var á vörukörfunni í Bónus, 0,9% og Krónunni, 0,4%. Hafa ber í huga að verð í flokki kjötvöru, grænmetis og ávaxta getur sveiflast milli kannanna. Vörukarfan lækkar í öllum verslunum Samkaupa Mest lækkaði verð í Krambúðinni, um 3,9%, 2,6% í Kjörbúðinni, 2,2% í Nettó og 1,5% í Iceland. Verslanirnar eru allar hluti af verslanakeðju Samkaupa. Verð á mjólkurvöru, ostum og eggjum lækkaði í öllum fjórum verslununum sem og verð á ávöxtum og grænmeti. Verð á drykkjarvöru í þremur verslunum verslunarkeðjunnar en stóð í stað í Nettó. Verð á hreinlætisvöru lækkaði einnig í öllum þessum verslunum nema Iceland. Mestar verðhækkanir í flokki brauð- og kornvara, kjötvara og hreinlætis- og snyrtivara Verð á ávöxtum, og grænmeti lækkaði mest í könnuninni en verð á mjólkurvöru, ostum og eggjum lækkaði einnig nokkuð í sumum verslunum. Verð á kjötvöru hækkaði í helmingi verslana en lækkaði í helmingi verslana. Hafa ber í huga að ávextir, grænmeti og kjötvara eru matvöruflokkar þar sem verð sveiflast mest milli kannana. Verð á ávöxtum lækkaði í öllum verslunum nema Heimkaup. Mest lækkaði verð á ávöxtum í Krambúðinni, 15,5% á meðan vöruflokkurinn hækkaði um rúm 23% í Iceland. Verð á grænmeti lækkaði í 5 af 8 verslunum, mest í Kjörbúðinni, 16,8%. Verð á kjötvöru lækkaði í 4 verslunum af 8, mest um 8% í Nettó en mest hækkun varð á kjötvöru í Hagkaup, 9,5%. Verð á brauð- og kornvöru hækkaði í meirihluta verslana sem og verð á hreinlætis- og snyrtivöru. Þá hækkaði verð á „ýmissi matvöru“ sem má rekja til töluverðra verðhækkana á fiskmeti en flokkurinn samanstendur af fiski, olíu og feitmeti og loks annarri matvöru, svo sem sósum, kryddi og dósamat,“ segir í tilkynningunni frá ASÍ. Verðkannanir ASÍ á vörukörfunni voru gerðar 11. til 18. maí 2022 og 8. til 15. september 2022. Fjármál heimilisins Verslun Neytendur ASÍ Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá ASÍ. Þar segir að mest hafi vörukarfan hækkað hjá Hagkaup, 4,6 prósent og næst mest hjá Heimkaup, eða 4,3 prósent. „Mest lækkaði vörukarfan í Krambúðinni, 3,9% og um 2,6% hjá Kjörbúðinni. Vörukarfa ASÍ endurspeglar almenn matarinnkaup meðalheimilis. Þess ber að geta að hér eru einungis birtar upplýsingar um verðbreytingar milli verðmælinga. Ekki er því um beinan verðsamanburð að ræða þ.e.a.s. hvar ódýrustu vörukörfuna var að finna. 4,6% hækkun á vörukörfunni í Hagkaup og 4,3% í Heimkaup Mest hækkaði vörukarfan í Hagkaup, 4,6% og hækkaði verð í versluninni í öllum vöruflokkum nema einum. Mest hækkaði kjötvara og grænmeti í verði hjá Hagkaup en einnig verð á brauð- og kornvöru, mjólkurvörum og hreinlætis- og snyrtivöru. Næst mest hækkaði verð hjá Heimkaup, 4,3% og hækkaði verð í öllum vöruflokkum verslunarinnar nema flokki grænmetis. Í Heimkaup hækkaði verð á ávöxtum og kjötvöru mest. Lítil hækkun var á vörukörfunni í Bónus, 0,9% og Krónunni, 0,4%. Hafa ber í huga að verð í flokki kjötvöru, grænmetis og ávaxta getur sveiflast milli kannanna. Vörukarfan lækkar í öllum verslunum Samkaupa Mest lækkaði verð í Krambúðinni, um 3,9%, 2,6% í Kjörbúðinni, 2,2% í Nettó og 1,5% í Iceland. Verslanirnar eru allar hluti af verslanakeðju Samkaupa. Verð á mjólkurvöru, ostum og eggjum lækkaði í öllum fjórum verslununum sem og verð á ávöxtum og grænmeti. Verð á drykkjarvöru í þremur verslunum verslunarkeðjunnar en stóð í stað í Nettó. Verð á hreinlætisvöru lækkaði einnig í öllum þessum verslunum nema Iceland. Mestar verðhækkanir í flokki brauð- og kornvara, kjötvara og hreinlætis- og snyrtivara Verð á ávöxtum, og grænmeti lækkaði mest í könnuninni en verð á mjólkurvöru, ostum og eggjum lækkaði einnig nokkuð í sumum verslunum. Verð á kjötvöru hækkaði í helmingi verslana en lækkaði í helmingi verslana. Hafa ber í huga að ávextir, grænmeti og kjötvara eru matvöruflokkar þar sem verð sveiflast mest milli kannana. Verð á ávöxtum lækkaði í öllum verslunum nema Heimkaup. Mest lækkaði verð á ávöxtum í Krambúðinni, 15,5% á meðan vöruflokkurinn hækkaði um rúm 23% í Iceland. Verð á grænmeti lækkaði í 5 af 8 verslunum, mest í Kjörbúðinni, 16,8%. Verð á kjötvöru lækkaði í 4 verslunum af 8, mest um 8% í Nettó en mest hækkun varð á kjötvöru í Hagkaup, 9,5%. Verð á brauð- og kornvöru hækkaði í meirihluta verslana sem og verð á hreinlætis- og snyrtivöru. Þá hækkaði verð á „ýmissi matvöru“ sem má rekja til töluverðra verðhækkana á fiskmeti en flokkurinn samanstendur af fiski, olíu og feitmeti og loks annarri matvöru, svo sem sósum, kryddi og dósamat,“ segir í tilkynningunni frá ASÍ. Verðkannanir ASÍ á vörukörfunni voru gerðar 11. til 18. maí 2022 og 8. til 15. september 2022.
Fjármál heimilisins Verslun Neytendur ASÍ Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira