Viðskipti innlent

Ráðinn fram­kvæmda­stjóri markaðs­mála og vaxtar hjá Arctic Adventures

Atli Ísleifsson skrifar
Sindri Snær Einarsson.
Sindri Snær Einarsson. Arctic Adventures

Sindri Snær Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðsmála og vaxtar hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventure.

Í tilkynningu frá Arctic Adventures segir að Sindri Snær hafi víðtæka reynslu af stafrænni þróun, markaðssetningu og markaðsstörfum, meðal annars hjá Krónunni, vefstúdíóinu Frumkvæði og við þróun á vefsvæðinu Áttavitanum. 

„Sindri Snær er með meistaragráðu í stafrænni stjórnun frá Hyper Island í Stokkhólmi. Eins er Sindri Snær með BS-gráðu í Viðskipta- og markaðsfræði frá Háskólanum á Akureyri og diplóma próf í tölvunarfræði.

Arctic Adventures er eitt rótgrónasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins sem skipuleggur, selur og sér um framkvæmd ferða og afþreyingar. Um 200 manns starfa hjá fyrirtækinu, á Íslandi og í Vilnius, en fyrirtækið keypti nýverið tvö fyrirtæki í ferðaþjónustu sem sérhæfa sig í ferðum um Alaska og Kanada. Kaupin eru liður í þeirri stefnu Arctic Adventure að vera leiðandi fyrirtæki í ferðaþjónustu á norðurslóðum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×