Innlent

Heil­brigðis­eftir­litið kallað til vegna olíu­leka eftir að flutninga­bíll valt

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hér má sjá bílinn á hlið ásamt viðbragðsaðilum.
Hér má sjá bílinn á hlið ásamt viðbragðsaðilum. Aðsent

Flutningabíll frá Eimskip fór á hliðina á Suðurlandsvegi á vatnsverndarsvæði. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirlitinu eru mættir á vettvang.

Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu, segir í samtali við Vísi að eldsneyti hafi verið byrjað að leka úr eldsneytistanki bílsins þegar slökkvilið kom á vettvang. Nú sé búið að stöðva lekann og þrífa upp það sem lak. 

Slökkvilið sé farið af vettvangi en eftir séu fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Kópavogs og tryggingafélags.

Hann segir ökumann bílsins ekki vera slasaðan og að svo virðist sem ekki hafi orðið mikið tjón á bílnum eða þeim varningi sem var í vagninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×