Erlent

Banda­rísk nunna á ní­ræðis­aldri laus úr haldi hryðju­verka­manna

Bjarki Sigurðsson skrifar
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum lýsti eftir Tennyson eftir mannránið.
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum lýsti eftir Tennyson eftir mannránið. Alríkislögregla Bandaríkjanna

Bandaríska nunnan Suellen Tennyson var á mánudaginn leyst úr haldi hryðjuverkamanna í Búrkína Fasó í vesturhluta Afríku. Tennyson hafði verið í haldi mannanna í fimm mánuði en hún er 83 ára gömul.

Á mánudaginn var Tennyson afhent landamæravörðum á landamærum Búrkína Fasó og Níger. Þar tóku Bandaríkjamenn við henni og fluttu hana heim. Að sögn CNN var hlaut hún engan líkamlega skaða á meðan hún var í haldi hryðjuverkamannanna.

Í umfjöllun BBC segir að Tennyson hafi verið rænt úr kirkju í borginni Kaya í apríl á þessu ári. Hvers vegna henni var rænt er ekki vitað.

Hryðjuverkahópar á borð við al-Qaeda og ISIS eru með starfsemi nálægt borginni Kaya en ekki er vitað hvaða hryðjuverkahópur var á bak við ránið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×