Neytendur

Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur kallað eftir því að landsmenn minnki neyslu. Stýrivextir hafa snarhækkað undanfarna mánuði.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur kallað eftir því að landsmenn minnki neyslu. Stýrivextir hafa snarhækkað undanfarna mánuði. Vísir/Vilhelm

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði.

Á vef Hagstofunnar kemur fram að sumarútsölum fari að ljúka. Verð á fötum hafi hækkað um 3,5 prósent en verð á húsgögnum og heimilisbúnaði um 6,4 prósent. Kostnaður vegna búsetu hækkaði um 0,9 prósent. Allt hafði þetta áhrif á lítilsháttar hækkun á vísitölunni.

Á móti kemur að verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 8,7 prósent og verð á bensíni og olíum lækkaði um 3,9%. Þetta hafði áhrif til lækkunar á vísitölunni.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,7 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,1 prósent.


Tengdar fréttir

Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“

Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×