Erlent

Hollenskir her­menn skotnir við hótel í Indiana­polis

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hermennirnir eru í Bandaríkjunum til að taka þátt í heræfingum á svæðinu.
Hermennirnir eru í Bandaríkjunum til að taka þátt í heræfingum á svæðinu. Getty/Ana Fernandez

Þrír hollenskir hermenn fundust með skotsár fyrir utan hótel í borginni Indianapolis í Indiana-ríki í nótt. Mennirnir voru staddir í borginni vegna æfinga hersins á svæðinu.

Einn mannanna er með alvarleg skotsár og er honum haldið sofandi á spítala í borginni. Hinir mennirnir dvelja einnig á spítalanum en eru með meðvitund.

Talið er að mennirnir hafi lent í átökum við annan hóp fyrr um kvöldið og sá hópur mætt og skotið á þá. Ekki er vitað hvar þessi átök þeirra áttu sér stað en lögreglan hefur staðfest að þau hafi ekki gerst við eða innan hótelsins.

Búið er að láta fjölskyldur mannanna vita en lögreglan í borginni reynir nú að finna skotmennina. Enginn hefur verið handtekinn eins og er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×