Segir „loftstein“ þurfa til að konur keppi í Formúlu 1 á næstu árum Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 08:01 Jamie Chadwick hefur verið afar sigursæl í kvennamótaröð Formúlunnar og hefur áhuga á að keppa í Formúlu 1. Getty/Clive Rose Engin kona hefur keppt í Formúlu 1 kappakstrinum frá því um miðjan áttunda áratuginn. Forseti Formúlu 1, Stefano Domenicali, reiknar ekki með að það breytist á næstu fimm árum. Domenicali segir að forráðamenn Formúlu 1 séu engu að síður að leita leiða til þess að bæta sitt kerfi til að auka líkurnar á að konur keppi í sterkustu kappaksturskeppni heims. „Það er afar mikilvægt að við gerum líkurnar sem mestar á því að konur komi í F1. Við leggjum okkur algjörlega fram við það,“ sagði Domenicali en bætti við: „Ef við horfum á þetta raunsætt, ekki nema að eitthvað gerist á borð við að loftsteinn lendi hér, þá sé ég ekki að stelpa komi inn í F1 á næstu fimm árum. Það er mjög ólíklegt.“ Tvær konur hafa keppt í Formúlu 1, báðar ítalskar. Sú fyrri var Maria Teresa de Filippis sem keppti fimm sinnum á sjötta áratugnum, og Lella Lombardi keppti svo í tólf keppnum á áttunda áratugnum og er eina konan sem unnið hefur til stiga í Formúlu 1. Keppni í Formúlu W hefur verið tengd við keppni í Formúlu 1 í ár, og verið keppt á sömu brautum um sömu helgar þó að keppnirnar séu reyndar færri í Formúlu W.Getty/Francois Nel Forráðamenn F1 hafa reynt að gera W-mótaröðina, þar sem aðeins konur keppa, meira sýnilega með því að hafa mótin á sömu brautum og um sömu helgar og Formúla 1. Boðar aðgerðir til að greiða veg kvenna inn í Formúlu 1 „Við erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist með samstarfið við Formúlu W. En við teljum að til þess að stelpur geti keppt á sama stigi og strákarnir þá þurfi þær að vera á sama aldri þegar þær byrja að keppa á brautinni, í Formúlu 3 og Formúlu 2. Við erum að vinna í þessum málum til að sjá hvernig við getum bætt kerfið okkar. Og þið munuð sjá raunverulegar aðgerðir. Við viljum vinna þetta þannig að þær geti farið að keppa við strákana, á sama aldri, á réttum bíl,“ sagði Domenicali en vildi þó ekki fara út í það hvaða aðgerðir væru fyrirhugaðar. Sú besta stefnir á Formúlu 1 Jamie Chadwick hefur tvisvar sinnum unnið W-mótaröðina en hún hefur sagt að hún sé ekki viss um að konur ráði við líkamlegu kröfurnar sem fylgi því að komast inn í Formúlu 1. Eitt vandamálið er það að í Formúlu 2 og Formúlu 3 er ekki notast við vökvastýri. „Ég hef sett mér það markmið að keppa í Formúlu 1 en ég er ekki viss um að það sé hægt. Til að komast inn í Formúlu 1 þarf að fara í gegnum mótaraðirnar þar fyrir neðan, Formúlu 2 og Formúlu 3, og líkamlegu kröfurnar þar eru svakalegar,“ sagði Chadwick fyrr í sumar. „Formúla 1 krefst rosalega mikilla líkamlegra átaka, og við vitum ekki alveg hvað konur höndla í þessari íþrótt. Ef maður er 15 eða 16 ára, og fer út í að keppa í kappakstri, án vökvastýris og á stórum og þungum bílum, þá lenda margar konur í vandræðum, alveg sama þó að þær hafi notið velgengni í go-kart,“ sagði Chadwick. Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Domenicali segir að forráðamenn Formúlu 1 séu engu að síður að leita leiða til þess að bæta sitt kerfi til að auka líkurnar á að konur keppi í sterkustu kappaksturskeppni heims. „Það er afar mikilvægt að við gerum líkurnar sem mestar á því að konur komi í F1. Við leggjum okkur algjörlega fram við það,“ sagði Domenicali en bætti við: „Ef við horfum á þetta raunsætt, ekki nema að eitthvað gerist á borð við að loftsteinn lendi hér, þá sé ég ekki að stelpa komi inn í F1 á næstu fimm árum. Það er mjög ólíklegt.“ Tvær konur hafa keppt í Formúlu 1, báðar ítalskar. Sú fyrri var Maria Teresa de Filippis sem keppti fimm sinnum á sjötta áratugnum, og Lella Lombardi keppti svo í tólf keppnum á áttunda áratugnum og er eina konan sem unnið hefur til stiga í Formúlu 1. Keppni í Formúlu W hefur verið tengd við keppni í Formúlu 1 í ár, og verið keppt á sömu brautum um sömu helgar þó að keppnirnar séu reyndar færri í Formúlu W.Getty/Francois Nel Forráðamenn F1 hafa reynt að gera W-mótaröðina, þar sem aðeins konur keppa, meira sýnilega með því að hafa mótin á sömu brautum og um sömu helgar og Formúla 1. Boðar aðgerðir til að greiða veg kvenna inn í Formúlu 1 „Við erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist með samstarfið við Formúlu W. En við teljum að til þess að stelpur geti keppt á sama stigi og strákarnir þá þurfi þær að vera á sama aldri þegar þær byrja að keppa á brautinni, í Formúlu 3 og Formúlu 2. Við erum að vinna í þessum málum til að sjá hvernig við getum bætt kerfið okkar. Og þið munuð sjá raunverulegar aðgerðir. Við viljum vinna þetta þannig að þær geti farið að keppa við strákana, á sama aldri, á réttum bíl,“ sagði Domenicali en vildi þó ekki fara út í það hvaða aðgerðir væru fyrirhugaðar. Sú besta stefnir á Formúlu 1 Jamie Chadwick hefur tvisvar sinnum unnið W-mótaröðina en hún hefur sagt að hún sé ekki viss um að konur ráði við líkamlegu kröfurnar sem fylgi því að komast inn í Formúlu 1. Eitt vandamálið er það að í Formúlu 2 og Formúlu 3 er ekki notast við vökvastýri. „Ég hef sett mér það markmið að keppa í Formúlu 1 en ég er ekki viss um að það sé hægt. Til að komast inn í Formúlu 1 þarf að fara í gegnum mótaraðirnar þar fyrir neðan, Formúlu 2 og Formúlu 3, og líkamlegu kröfurnar þar eru svakalegar,“ sagði Chadwick fyrr í sumar. „Formúla 1 krefst rosalega mikilla líkamlegra átaka, og við vitum ekki alveg hvað konur höndla í þessari íþrótt. Ef maður er 15 eða 16 ára, og fer út í að keppa í kappakstri, án vökvastýris og á stórum og þungum bílum, þá lenda margar konur í vandræðum, alveg sama þó að þær hafi notið velgengni í go-kart,“ sagði Chadwick.
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira