Neytendur

Ráðast í úttekt á tryggingamálum á Íslandi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.
Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm

Neytendasamtökin hafa ákveðið að ráðast í allsherjarúttekt á tryggingamálum á Íslandi, þar sem meðal annars stendur til að athuga hvort lagaumhverfið hérlendis leggi þyngri byrðar á tryggingafélögin, sem skili sér í hærra tryggingaverði til neytenda.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Að sögn Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, eru iðgjöld bifreiðatrygginga óeðilega há á Íslandi vegna fákeppni. Fréttablaðið greindi frá því fyrir helgi að ábyrgðar- og kaskótryggingar væru um það bil fimm sinnum dýrari hérlendis en í Svíþjóð og á Bretlandseyjum.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segist gera ráð fyrir að úttektin muni kosta á bilinu 12 til 15 milljónir króna en bindur vonir við að verkið verði fjármagnað af ríkinu og verkalýðsfélögunum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.