99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Karl Lúðvíksson skrifar 30. júlí 2022 09:40 Dagur með 99,4 sm laxinn sem hann landaði í Sandá í Þjórsárdal í gær Sandá í Þjórsárdal er nett og skemmtileg á sem getur oft gefið væna laxa en það hafa allt of fáir veiðimenn gefið sér tíma til að kynnast þessari á. Hún hefur svo sem farið aðeins undir radar en það má alveg setja hana á radarinn því þessi á er bæði skemmtileg að veiða og á sama tíma nokkuð krefjandi. Besti tíminn í henni er yfirleitt síðsumars en fyrstu laxarnir eru þó engu að síður mættir og eins og oft eru það stóru drekarnir sem mæta fyrstir. Dagur Árni Guðmundsson var þar við veiðar í gær og landaði rígvænum 99,4 sm laxi sem var mældur margoft til að staðfesta töluna. Veiðivísir vill samt meina að þrátt fyrir að þessi flotti lax hafa ekki náð 100 sm múrnum sem margir, í raun of margir, setja sem eitthvað markmið að ná er þetta frábær lax að setja í og landa og við óskum Degi innilega til lukku með þennan flotta lax. Vel gert! Stangveiði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Annað tölublað af Veiðislóð komið út Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði
Hún hefur svo sem farið aðeins undir radar en það má alveg setja hana á radarinn því þessi á er bæði skemmtileg að veiða og á sama tíma nokkuð krefjandi. Besti tíminn í henni er yfirleitt síðsumars en fyrstu laxarnir eru þó engu að síður mættir og eins og oft eru það stóru drekarnir sem mæta fyrstir. Dagur Árni Guðmundsson var þar við veiðar í gær og landaði rígvænum 99,4 sm laxi sem var mældur margoft til að staðfesta töluna. Veiðivísir vill samt meina að þrátt fyrir að þessi flotti lax hafa ekki náð 100 sm múrnum sem margir, í raun of margir, setja sem eitthvað markmið að ná er þetta frábær lax að setja í og landa og við óskum Degi innilega til lukku með þennan flotta lax. Vel gert!
Stangveiði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Annað tölublað af Veiðislóð komið út Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði