Neytendur

Að­skota­hlutur fannst í kar­töflu­salati

Eiður Þór Árnason skrifar
Varan hefur verið tekin úr sölu. 
Varan hefur verið tekin úr sölu.  Þykkvabæjar/Getty

Þykkvabæjar hefur innkallað og tekið kartöflusalat með lauk og graslauk í 400 gramma umbúðum úr sölu þar sem aðskotahlutur hefur fundist í vörunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en innköllunin nær einungis til einnar framleiðslulotu með síðasta neysludag 5. ágúst 2022. Vinnur Þykkvabæjar nú að því að fjarlægja vöruna úr hillum verslana en fólk sem hefur keypt umrædda vöru er beðið um að neyta hennar ekki heldur skila vörunni í matvöruverslun eða á skrifstofu Þykkvabæjar í Austurhrauni 5 í Garðabæ.

„Þykkvabæjar ehf. biður neytendur velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu getur skapast,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Upplýsingar um innkölluðu vöruna

Vörumerki: Þykkvabæjar ehf.

Vöruheiti: Kartöflusalat með lauk og graslauk

Strikamerki: 5690599003411

Nettómagn: 400g

Síðasti notkunardagur: 05.08.2022

Framleiðsluland: Ísland

Dreifing: Verslanir um allt land

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.