Erlent

Mordaunt vill verða arftaki Boris Johnson

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Mordaunt tilkynnti framboð sitt í myndbandi á Twitter.
Mordaunt tilkynnti framboð sitt í myndbandi á Twitter. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA

Penny Mordaunt, viðskiptaráðherra Bretlands hefur tilkynnt framboð sitt til leiðtogasætis breska Íhaldsflokksins.

Penny Mordaunt er viðskiptamálaráðherra Bretlands og var fyrst kvenna til að gegna embættinu varnarmálaráðherra. Hún tók viðskiptamálaráðuneytinu á sama tíma og Wallace tók við varnarmálaráðuneytinu. Hún hefur verið þingmaður síðan árið 2010 í Norður Portsmouth-kjördæmi.

Mordaunt tilkynnti framboð sitt með myndbandi á Twitter, hún segir forystu flokksins þurfa að breytast.

Myndbandið má sjá hér að neðan. 

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að hann ætli ekki að bjóða sig fram til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins. Wallace hefur verið talinn líklegastur til að hljóta kjör sem leiðtogi Íhaldsflokksins en samkvæmt könnun YouGov sem var gerð um það leiti og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér sem leiðtogi flokksins, vildu flestir að hann yrði næsti forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×