Samstarf

Prosecco, huggulegheit og sjálfsrækt á Ítalíu

Úrval Útsýn
Helgi og Dinna

Hjónin og ferðafélagarnir Helgi Geirharðs og Kristín Helga Gunnarsdóttir, sem er betur þekkt sem Dinna, eru mörgum Íslendingum kunn en þau hafa verið fararstjórar fyrir Úrval Útsýn í allmörg ár. Þau ætla í byrjun september að fara í hreyfiferð á vegum Úrval Útsýn þar sem rúllað verður á rafhjólum um rætur Dólómítafjallanna.

Á veturnar eru þau fararstjórar í skíðaferðum Úrval Útsýn í Madonna di Campiglio í Dólómíta fjöllunum. „Við þekkjum fjöllin í vetrarbúningi og höfum líka gengið þar að sumarlagi. Ég er leiðsögumaður og rithöfundur og Helgi er verkfræðingur að aðalstarfi. Norður Ítalía á hjartastað hjá okkur báðum. Þar heillar landslag, gróðurfar, fólk, matur og menning.Við njótum þess alltaf að upplifa náttúruna milliliðalaust og erum því fegnust þegar við sleppum við bílinn. Þannig höfum við hjólað yfir Spán, rúllað yfir Evrópu, Skotland og England og frá Noregi til Svíþjóðar, fyrir utan hringferðir og flakk um Ísland.“ segir Dinna þegar ég spyr hana um tengingu þeirra við Dólómítafjöllin í Ítalíu.„Þessi rafmagnaði hjóladraumur er samsettur úr nokkrum eftirlætis fyrirbærum. Það er Norður Ítalía, hið margslungna Veneto-hérað, fjöllin og fljótin, gróðurinn og gósenlandið, náttúran og þorpin, sagan og maturinn og ekki síst útiveran.“ Segir Dinna þegar hún er spurð um ferðina.

Við Helgi hlökkum mikið til að fara fyrir þessum hjólaleiðangri um uppsveitir Veneto og fjallsrætur Dólómítanna í haust. Og það má gera vel við sig. Það má gefa sér smá stuð á hjóli og njóta þess að rúlla á rafmagni. Það gerir ferðina svo sannarlega ljúfa og dagana auðveldari. Það jafnast eiginlega ekkert á við ferðadaga í útivist, hvort heldur sem um ræðir göngu- eða hjóladaga. Við dýrðina bætist svo ítalska september-veðrið sem er oftast yndislegt.

„Við munum hjóla sjálfa Prosecco leiðina og auðvitað nýta tækifærið og fá að smakka afurðir Prosecco framleiðenda á meðan á ferðinni stendur“.Ítalía hefur verið vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga, en ef til vill eru ekki margir sem hafa ferðast um héruðin í norður Ítalíu. Í norður Ítalíu má finna margar af fallegustu perlum Ítalíu, en þar á meðal er Bassana del grappa, en Grappavínið er talið eiga uppruna sinn frá bænum . En það verður einmitt heimabærinn á meðan á ferðinni stendur.

Ítalía er ávallt mjög vinsæl og það verður upplifun að njóta líðandi stundar á rafhjóli í fallegri náttúrunni á Ítalíu. Lestu meira um ferðina HÉRAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.