Erlent

Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Fimm límdu hendur sínar við ramma málverksins.
Fimm límdu hendur sínar við ramma málverksins. James Manning/PA/Associated Press

Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino.

Málverkið er hýst í listagalleríi Konunglega listaháskólans í London.

Umhverfissinnarnir eru hluti af samtökunum „Just stop oil“ sem mótmæla olíuiðnaðinum en í myndbandi frá verknaðinum segja þau stjórnvöld hafa logið um alvarleika hnattrænnar hlýnunar. Þetta kemur fram í umfjöllun Independent.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem samtökin gera þetta en þann 1. júlí síðastliðinn límdu meðlimir hópsins hendur sínar við málverk í Manchester. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×