Innlent

Eldur kviknaði í Elkem í nótt og slökkvilið kallað til

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað til.
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað til. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað til vegna bruna í járnblendiverksmiðjunni Elkem á Grundartanga á þriðja tímanum í nótt.

Allt tiltækt slökkvilið var kallað til, starfsmönnum hafði þá tekist að ráða við eldinn að einhverju leyti og var hættan minni en áhorfðist.

Allt fór vel en einhverjar skemmdir urðu á búnaði samkvæmt upplýsingum frá talsmanni slökkviliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×