Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2022 13:34 Laufey Sif Lárusdóttir er formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa. Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið. Lögunum var breytt rétt fyrir þinglok og handverksbrugghúsum heimilt að selja áfengi frá framleiðslustað frá og með 1. júlí. Þessu var víða fagnað og hafa margir beðið spenntir eftir næsta föstudag, sem einhverjir þingmenn stungu meira að segja upp á að yrði haldinn hátíðlegur sem brugghúsdagurinn. Þetta virðist þó ekki ætla að ganga eftir. „Við erum kannski ekki að horfa á fyrsta júlí, að salan muni hefjast þá, því miður. Við erum kannski frekar að horfa á 1. ágúst eða 1. september,“ segir Laufey Sif Lárusdóttir, formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa. Lögin, sem voru samþykkt kveða á um að brugghús sem framleiða 500 þúsund lítra eða minna á ári megi selja áfengi út úr húsi beint frá framleiðslustað og losna þannig við ÁTVR sem millilið. Fréttastofa tók hús á Ægisgarði, handverksbrugghúsi, um miðjan mánuð eftir að lögin voru samþykkt: Allt í kring um söluna er þó í höndum ráðherra að útfæra með reglugerð og því alls óljóst hvort brugghúsin megi til dæmis selja langt fram á kvöld svo dæmi sé tekið. Laufey segir mikilvægt að reglugerðin verði vel unnin og telur töfina ekki endilega slæma ef af henni verður. „Það er mikilvægt að við séum að fara inn í þetta og allir viti hundrað prósent hvernig málin ganga fyrir sig upp á magn, afgreiðslutíma, staðsetningu, afhendingu og svo framvegis,“ segir Laufey Sif. Þrátt fyrir töfina bendir hún á að brugghúsin verði væntanlega farin að selja fyrir haust og það sé mikilvægur tími í ferðaþjónustunni og fyrir Íslendinga. Boltinn hjá sveitarfélögum Það sem tefur málið þó líklega mest er sú staðreynd að brugghúsin verða að fá leyfi í gegn um sýslumann fyrir sölunni. Eyðublað fyrir leyfisumsókninni er ekki enn tilbúið. „Frá því að við sendum umsóknina inn í gegn um þetta blað sem er ekki enn þá alveg tilbúið, þá getur síðan tekið smá tíma fyrir sveitarfélögin að taka ákvörðun og heimila þessa sölu á framleiðslustað,“ segir Laufey Sif. Samkvæmt reglum verður sýslumaður að fá umsagnir sveitarfélaga áður en leyfir er veitt. Sveitarfélögin fá allavega þrjár vikur til að skila umsögnum sínum og safna umsögnum ýmissa eftirlitsaðila og ákvarða hvort æskilegt sé að leyfa verslun frá brugghúsunum. Laufey bendir þá á að mjög stór hluti starfsfólks sveitarfélaga sé á leið í sumarfrí, sem gæti tafið málið enn frekar. En Laufey er sátt með haustið, sem fyrr segir, þó hún hafi heyrt frá mörgum sem voru spenntir að geta skotist út í brugghús strax næsta föstudag til að kaupa bjór. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Lögunum var breytt rétt fyrir þinglok og handverksbrugghúsum heimilt að selja áfengi frá framleiðslustað frá og með 1. júlí. Þessu var víða fagnað og hafa margir beðið spenntir eftir næsta föstudag, sem einhverjir þingmenn stungu meira að segja upp á að yrði haldinn hátíðlegur sem brugghúsdagurinn. Þetta virðist þó ekki ætla að ganga eftir. „Við erum kannski ekki að horfa á fyrsta júlí, að salan muni hefjast þá, því miður. Við erum kannski frekar að horfa á 1. ágúst eða 1. september,“ segir Laufey Sif Lárusdóttir, formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa. Lögin, sem voru samþykkt kveða á um að brugghús sem framleiða 500 þúsund lítra eða minna á ári megi selja áfengi út úr húsi beint frá framleiðslustað og losna þannig við ÁTVR sem millilið. Fréttastofa tók hús á Ægisgarði, handverksbrugghúsi, um miðjan mánuð eftir að lögin voru samþykkt: Allt í kring um söluna er þó í höndum ráðherra að útfæra með reglugerð og því alls óljóst hvort brugghúsin megi til dæmis selja langt fram á kvöld svo dæmi sé tekið. Laufey segir mikilvægt að reglugerðin verði vel unnin og telur töfina ekki endilega slæma ef af henni verður. „Það er mikilvægt að við séum að fara inn í þetta og allir viti hundrað prósent hvernig málin ganga fyrir sig upp á magn, afgreiðslutíma, staðsetningu, afhendingu og svo framvegis,“ segir Laufey Sif. Þrátt fyrir töfina bendir hún á að brugghúsin verði væntanlega farin að selja fyrir haust og það sé mikilvægur tími í ferðaþjónustunni og fyrir Íslendinga. Boltinn hjá sveitarfélögum Það sem tefur málið þó líklega mest er sú staðreynd að brugghúsin verða að fá leyfi í gegn um sýslumann fyrir sölunni. Eyðublað fyrir leyfisumsókninni er ekki enn tilbúið. „Frá því að við sendum umsóknina inn í gegn um þetta blað sem er ekki enn þá alveg tilbúið, þá getur síðan tekið smá tíma fyrir sveitarfélögin að taka ákvörðun og heimila þessa sölu á framleiðslustað,“ segir Laufey Sif. Samkvæmt reglum verður sýslumaður að fá umsagnir sveitarfélaga áður en leyfir er veitt. Sveitarfélögin fá allavega þrjár vikur til að skila umsögnum sínum og safna umsögnum ýmissa eftirlitsaðila og ákvarða hvort æskilegt sé að leyfa verslun frá brugghúsunum. Laufey bendir þá á að mjög stór hluti starfsfólks sveitarfélaga sé á leið í sumarfrí, sem gæti tafið málið enn frekar. En Laufey er sátt með haustið, sem fyrr segir, þó hún hafi heyrt frá mörgum sem voru spenntir að geta skotist út í brugghús strax næsta föstudag til að kaupa bjór.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01