Samstarf

„Mann­auðurinn er hjarta vinnu­staðarins“

HR Monitor
„Borgarsögusafn Reykjavíkur er eitt stærsta safn á Íslandi og leiðandi á sínu sviði. Starfið mitt er rosalega fjölbreytt sem gerir það jafnframt áhugavert, krefjandi og ákaflega spennandi," segir Vala Magnúsdóttir.
„Borgarsögusafn Reykjavíkur er eitt stærsta safn á Íslandi og leiðandi á sínu sviði. Starfið mitt er rosalega fjölbreytt sem gerir það jafnframt áhugavert, krefjandi og ákaflega spennandi," segir Vala Magnúsdóttir.

Vala Magnúsdóttir hefur starfað sem deildarstjóri reksturs og þjónustu hjá Borgarsögusafni í nær átta ár.

„Borgarsögusafn Reykjavíkur er eitt stærsta safn á Íslandi og leiðandi á sínu sviði. Starfið mitt er rosalega fjölbreytt sem gerir það jafnframt áhugavert, krefjandi og ákaflega spennandi. Það sem gefur mér mestu gleðina í mínu starfi er það tækifæri og sú gæfa að fá að starfa með frábæru, metnaðarfullu og skemmtilegu samstarfsfólki að öllum þeim ótrúlega fjölbreyttu verkefnum sem unnin eru á safninu og innan menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar.“

 Vala Magnúsdóttir 

Vala er menntuð í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og stefnumótun en fór síðar aftur í nám í Hagnýtri menningarmiðlun og útskrifaðist sem menningarmiðlari. „Þá gat ég tengt saman menntun mína og starfa í dag í menningar- og ferðamálageiranum þar sem stærstu daglegu verkefnin mín eru fjármálstjórnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, daglegur rekstur og þjónusta starfseininga og sýningarstaða stofnunarinnar, sem og mannauðsmál.“

Vala segir það mikilvægt að setja sér markmið til að ná árangri í lífi og starfi. „Að setja sér háleit og viðráðanleg markmið og hafa vilja til að gera vel, efla sig og aðra og eiga góð samskipti og ná árangri er vissulega sá ávinningur sem maður sækist eftir. Þá lærði ég möntru þegar ég var níu ára hjá fiðlukennara mínum sem kenndi mér að gefast ekki upp þótt nóturnar væru erfiðar, ‚Ég get, ég skal, ég vil og ég ætla.‘ Hana hef ég tekið með mér í gegnum líf, nám og starf og hún fleytt mér í gegnum ýmislegt yfir ævina.“

Jafnvægi milli vinnu og einkalífs mikilvægt

Hvað gerir góða mannauðsstefnu?

„Að mínu mati er stærsta áherslan á gott starfsumhverfi, góðan liðs- og starfsanda og samskipti starfsfólks á vinnustað. Þá er líka mikilvægt að það ríki gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs og að vinnustaðurinn sé með einhverju móti sveigjanlegur en innleiðing á styttingu vinnuvikunnar hefur verið mjög vel heppnuð og mjög góður árangur náðst í þessum efnum hjá stofnuninni.“

Vala telur mannauðinn einn stærsta þáttinn í starfsemi safnsins. 

„Mikilvægt er að hlúa vel að starfsfólki, því mannauðurinn er í raun hjarta vinnustaðarins. Það er stefna okkar að hafa hæft, áhugasamt, faglegt og metnaðarfullt starfsfólk í starfi sem sýnir frumkvæði og veitir góða þjónustu, sem og að stuðla að jafnræði, virðingu og góðum starfsanda á vinnustaðnum. Þá starfar Borgarsögusafn eftir mannauðsstefnu Reykjavíkurborgar.“

Mannauðsstefna Borgarsögusafns hefur skilað góðum árangri undanfarin ár. „Starfsmannavelta er mjög lítil og starfsánægja hefur verið góð. Árangursrík mannauðsstefna auðveldar starfsfólki að fylgjast með og öll mannauðstengd ferli verða meira gegnsæ. Starfsfólkið veit til hvers er ætlast af þeim og hvert þeirra hlutverk er innan stofnunarinnar. Þar með eykur það starfsánægju, samskiptaleiðir verða opnari og þægilegra er fyrir starfsfólk að koma sínu á framfæri.“

Gefa starfsfólki sterkari rödd með HR Monitor

Vala segir frá því að áherslur í mannauðsmálum breyttust í kjölfar heimsfaraldursins og aukin þörf var á að starfsfólk væri með sterkari rödd. „Undangengin ár hefur Covid haft sín áhrif og margar áskoranir fylgt í kjölfar þess. Ég fann fyrir aukinni þörf starfsfólks að koma málefnum á framfæri við stjórnendur og var það í kjölfarið sem ég vildi gefa starfsfólki sterkari rödd með því að gera reglulegar mælingar með HR Monitor. Með því værum við með puttann á púlsinum og betur á tánum til að geta brugðist við hraðar ef eitthvað væri ábótavant í starfseminni.“

Borgarsögusafn hóf að nota HR Monitor árið 2020 og hafa mælingarnar nýst þeim mjög vel. „Ég sá mikil tækifæri í mælingunum fyrir okkur stjórnendur stofnunarinnar til að átta okkur betur á stöðu mála í starfseminni og innan vinnustaðarins og hafa þá gögn sem við getum byggt á í okkar ákvörðunartöku og stefnum í mannauðsmálum. Ýmislegt áhugavert og fróðlegt hefur komið út úr mælingum sem við höfum nýtt okkur í starfi eða brugðist við með einhverjum hætti og er það kosturinn við að vera með reglulegar mælingar að geta hlustað á starfsfólk sem og unnið áfram með góðar hugmyndir.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×