Samstarf

Mæta mikilli eftirspurn með glæsilegri verslun

Hobby & Sport
Bjargey Anna Gísladóttir, eigandi Hobby & Sport á Akureyri segir fólk greinilega komið í sumarskap. 
Bjargey Anna Gísladóttir, eigandi Hobby & Sport á Akureyri segir fólk greinilega komið í sumarskap. 

„Viðtökurnar hafa verið frábærar. Eftir að hafa spjallað við viðskiptavinina finnum við að það var greinilega mikil eftirspurn eftir þeim áherslum sem búðin okkar býður upp á. Við bjóðum upp á vandaðar vörur á góðu verði. Akureyringar eru mjög duglegir að stunda allskonar útivist og það er hvetjandi fyrir okkur að halda vel á spöðunum og gera okkar besta til að anna allri eftirspurn. Við erum mjög spennt fyrir komandi sumri,“ segir Bjargey Anna Gísladóttir, eigandi Hobby & Sport á Akureyri en verslunin var opnuð í glæsilegu rými á Glerártorgi í nóvember síðastliðnum.

Fjölbreytt úrval útivistarvara og útileikfanga

„Við reynum að bjóða upp á eins fjölbreytt vöruúrval og við getum svo flestir finni eitthvað tengt sínu áhugamáli. Sem dæmi má nefna hlaupahjól, línu- og hjólaskauta, vörur fyrir fjallahjól, hjálmar og hlífðarbúnaður fyrir allan aldur, sólgleraugu fyrir útivistarfólk og fjarstýrða bíla.

Okkar stærstu merki eru Kids Ride Shotgun, DJI, Chilli Pro Scooter, Cratoni, Traxxas, Nidecker og Jones,“ útskýrir Bjargey.

Nýja verslunin þekur 120 fermetra og segir Bjargey það stórkostlega breytingu frá því sem áður var en Hobby & Sport hóf starfsemi á netinu og þá undir heitinu Krakkasport. Þá var áherslan á vörum fyrir krakka en nú spannar úrvalið fjölbreyttar útivistarvörur fyrir allan aldur. 

„Það var stórt stökk að opna búðina á Glerártorgi en algjörlega þess virði,“ segir Bjargey „Upphaflega átti þetta bara að vera netverslun en sú hugmynd vatt hratt upp á sig. Lagerinn tók mikið pláss svo við komum okkur fyrir í iðnaðarbili að Njarðarnesi síðasta sumar og höfðum opið tvo tíma á dag. Það kom skemmtileg á óvart hve margir gerður sér ferð þangað til að kíkja á úrvalið hjá okkur og því tókum við þá ákvörðun um að opna á Glerártorgi,“ segir Bjargey.

Hobby og sport heldur að sjálfssögðu einnig úti netverslun og sendir vörur daglega um allt land. „Allar pantanir sem fara yfir 5000 krónur sendum við frítt.“

Gömlu góðu hjólaskautarnir vinsælir

Bjargey segir mikið að gera og greinilegt að fólk er komið í sumarskap. „Það er svolítið fjölbreytilegt hvaða vöruflokkur nýtur mestra vinsælla en um þessar mundir er fólk greinilega að huga að útivist sumarsins og koma því allar sumarvörur fyrir krakka sterkt inn og þá allra helst Shotgun barnasætin sem eru bæði fáanleg fyrir rafknúin og hefðbundin hjól. Það hefur komið skemmtilega á óvart hvað gömlu góðu hjólaskautarnir eru orðnir vinsælir á ný hjá mjög breiðum aldurshópum,“ segir Bjargey.

Allar nánari upplýsingar er hægt að finna á hobbyogsport.is





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×