Innherji

VAXA Technologies verðmetið á 15 milljarða króna

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Kristinn Hafliðason, framkvæmdastjóri VAXA Technologies
Kristinn Hafliðason, framkvæmdastjóri VAXA Technologies Mynd/VAXA Technologies

VAXA Technologies, sem ræktar smáþörunga til manneldis í jarðhitagarði ON á Hellisheiði, var verðmetið á 15 milljarða króna í hlutafjáraukningu sem fór fram í lok síðasta árs.

Í ársreikningi SÍA IV, framtaksssjóðs sem er í stýringu Stefnis og var komið á laggirnar í fyrra, kemur fram að sjóðurinn hafi fjárfest fyrir 1,9 milljarða króna í VAXA Technologies gegn því að fá 12,4 prósenta hlut. Þetta var fyrsta og eina fjárfesting sjóðsins, sem er alls 16 milljarðar króna að stærð, á síðasta ári.

Íslenskir fjárfestar, þar á meðal Ísfélag Vestmannaeyja, Stefnir, KS og TM, eiga samtals 50 prósenta eignarhlut í VAXA Technologies, sem var stofnað árið 2017, á móti fjárfestum frá Ísrael og Bandaríkjunum. Fyrirtækið stefnir á skráningu í kauphöll í New York innan tveggja ára.

Framleiðslugetan er 30 tonn af smáþörungum á ári og er áætlað að í lok þessa árs geti hún farið í 80 til 100 tonn. Þá er áætlað, að því er kemur fram í tilkynningu sem félagið birti í lok apríl, að veltan í ár verði um 400 milljónir króna og er stefnt að því að hún verði á bilinu 10 til 12 milljarðar innan fimm ára.

VAXA Technologies setti nýlega fyrstu vöru sína á markað en það er munnúðinn ÖRLÖ Immunity Boost. Stefnt er að því að hefja sölu í Bandaríkjunum á næstu mánuðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×