Handbolti

Lög­reglan rann­skar úr­slit tveggja leikja í Serbíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Annar af leikjunum sem er til skoðunar endaði með 71 marks mun.
Annar af leikjunum sem er til skoðunar endaði með 71 marks mun. Getty Images

Serbneska handboltasambandið hefur óskað eftir lögreglurannsókn á tveimur leikjum þar í landi þar sem sterkur grunur er á að úrslitum leikjanna hafi verið hagrætt.

Handbolti.is greinir fyrst frá en þar segir að leikur Temerin og Ravangrad sé til rannssóknar sem og leikur RK Ruma og Mokrin. Fyrri leiknum lauk með 86-15 sigri Temerin á meðan síðari leiknum lauk með 47-18 sigri RK Ruma.

Bæði Temerin og RK Ruma eru í baráttu um að komast upp um deild. Mun heildarmarkatala liðanna skera úr um hvort þeirra fer upp um deild.

Talið er nær öruggt að maðkur sé í mysunni þar sem báðum leikjunum lauk með óeðlilega miklum mun. Serbneska handknattleikssambandið óskaði í kjölfarið eftir því að lögreglan myndi rannsaka úrslit leikjanna og athuga hvort úrslitum hefði verið hagrætt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.