Handbolti

Ní­tján ára danskur ung­linga­lands­liðs­maður látinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthias Birkkjær sést hér lengst til vinstri með félögum sínum í danska nítján ára landsliðinu síðasta sumar.
Matthias Birkkjær sést hér lengst til vinstri með félögum sínum í danska nítján ára landsliðinu síðasta sumar. Instagram/@bjerringbrosilkeborg

Danski unglingalandsliðsmaðurinn Matthias Birkkjær Pedersen er látinn en félagið hans Bjerringbro-Silkeborg greindi frá þessu á heimasíðu sinni.

Matthias Birkkjær var aðeins nítján ára gamall og spilaði sem örvhent skytta, bæði með Bjerringbro-Silkeborg sem og með nítján ára landsliði Dana.

„Á föstudag fengum við verstu mögulegu skilaboð um að leikmaður nítján ára liðsins okkar, Matthias Birkkjær, væri látinn á óskiljanlegan hátt,“ skrifaði Bjerringbro-Silkeborg á heimasíðu sinni.

„Þetta er svo óraunverulegt og tilgangslaust. Þetta tekur auðvitað mikið á fyrir leikmenn, þjálfara og alla í kringum félagið,“ segir í tilkynningunni.

„Fyrst og fremst er samt hugur okkar hjá foreldrum Matthiasar og fjölskyldu. Við munum koma til með að heiðra Matthias á næstunni en dagsetning hefur ekki verið ákveðin,“ segir á heimasíðu danska félagsins.

Í tilkynningu Bjerringbro-Silkeborg kemur einnig fram að leikmenn og þjálfarar félagsins verði boðið upp á áfallahjálp.

Það kemur ekki fram í frétt Bjerringbro-Silkeborg hver hafi verið ástæðan fyrir andláti Matthiasar Birkkjær. Midtjyllands Avis segir að hann dáið eftir óvænt veikindi en blaðið hefur það eftir færslu fjölskyldunnar á Facebook.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.