Samstarf

X-977 og Sindri leita að iðnaðarmanni ársins 2022

X977
„Ég hvet alla iðnaðarmenn og konur til þess að skrá sig til leiks, verðlaunin eru svakaleg," segir Ómar Úlfur, smiður og dagskrárstjóri á X977.
„Ég hvet alla iðnaðarmenn og konur til þess að skrá sig til leiks, verðlaunin eru svakaleg," segir Ómar Úlfur, smiður og dagskrárstjóri á X977.

„Það er mikil upphefð að bera titilinn iðnaðarmaður ársins og verðlaunin eru svakaleg. Ég hvet alla iðnaðarmenn og konur til þess að skrá sig til leiks. Vinnustaðir og vinnuhópar eiga auðvitað að keppa við aðra og líka sín á milli,“ segir Ómar Úlfur Eyþórsson smiður og dagskrárstjóri X-977 en X-977 leitar að iðnaðarmanni ársins 2022 í samstarfi við Sindra.

Skráning á X977.is

Þekkir þú einhvern sem gæti verið iðnaðarmaður ársins 2022 eða átt þú kannski titilinn skilið?

Skelltu þér inná x977.is og settu inn mynd og lýsingu á þér eða viðkomandi iðnaðarmanni.

Skráning er opin til 22. apríl. Sérvalin dómnefnd velur átta atriði í úrslit sem að þjóðin kýs svo um í kosningu á vísi.is.

Iðnaðarmaður ársins hlýtur glæsilega vinninga að andvirði 340.000 kr. Dewalt 18v XR 6 vélasett. Svo er það alklæðnaður af fatnaði frá Blåkläder að verðmæti um 108.000 kr.

En hvað gerir góðan iðnaðarmann?

„Það er hin eilífa spurning," segir Ómar. „Snyrtimennska og liðlegheit skipta máli, skilja við vinnustaðinn/vinnusvæðið snyrtilegt og vinna í lausnum. Það er ýmislegt sem að getur komið upp á við hin ýmsu verk og þá þarf oft að leysa hlutina án þess að fúska."

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.