Neytendur

Inn­kalla fram­leiðslu­lotu af Stoð­mjólk

Eiður Þór Árnason skrifar
Fernunar eru merktar best fyrir 31.03.2022.
Fernunar eru merktar best fyrir 31.03.2022. Samsett

Mjólkursamsalan hefur tekið úr sölu og innkallað eina tiltekna framleiðslulotu af Stoðmjólk. Ástæða innköllunarinnar er að umrædd framleiðslulota stenst ekki gæðakröfur vegna geymsluþols.

Fernurnar eru merktar best fyrir 31.03.2022. Neytendum sem keypt hafa vöruna með umræddri dagsetningu geta skilað vörunni í þá verslun þar sem hún var keypt eða snúið sér beint til Mjólkursamsölunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni. Nánari upplýsingar veita starfsmenn gæðadeildar Mjólkursamsölunnar í síma 450 1100 eða 858 2222. Einnig er hægt að koma ábendingum á framfæri í netfangið abendingar@ms.is.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×