Innlent

Ekki tekið á­kvörðun um að bjóða sig fram gegn Drífu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kristján Þórður Snæbjarnarson.
Kristján Þórður Snæbjarnarson. Vísir/Vilhelm.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og 1. varaforseti ASÍ, hefur ekki tekið ákvörðun um bjóða sig fram gegn Drífu Snædal, forseta ASÍ á aðafundi sambandsins í haust.

Þetta sagði Kristján Þórður rétt í þessu í beinni útsendingu á Sprengisandi á Bylgjunni, en hlusta má á þáttinn hér.

„Nú er ennþá töluvert langt í þingið. Ég hef enga ákvörðun tekið um eitthvað slíkt,“ sagði Kristján Þórður sem sagði þó að rætt hafi verið sig af ýmsum mönnum um málið. Í þættinum sagði hann að skort hafi á samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar.

Drífa er forseti ASÍ, Kristján Þórður er 1. varaforseti sambandsins.Vísir/Vilhelm.

Hart hefur verið sótt að Drífu að undanförnu, ekki síst af þremenningunum Vilhjálmi Birgissyni formanni Verkalýðsfélags Akraness, Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, nýkjörnum formanni Eflingar. Kristján Þórður hefur verið nefndur sem mögulegur frambjóðandi þessarar fylkingar í forsetastól ASÍ.

Fjallað var um fylkingarnar tvær sem takast á um völdin í ASÍ á Vísi á dögunum. Lesa má þá fréttaskýringu hér.

Hlusta má á viðtalið við Kristján Þórð í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Vil­hjálmur boðar hallar­byltingu innan verka­lýðs­hreyfingarinnar

Þremenningarnir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður Eflingar hafa sótt hart að Drífu Snædal formanni ASÍ að undanförnu. Ljóst virðist að þau munu sameiginlega róa að því öllum árum að hún nái ekki kjöri í haust á aðalfundi ASÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×