„Svartir sauðir“: Neytendasamtökin vara fólk við því að versla við sjö nafngreind fyrirtæki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. mars 2022 10:34 Neytendasamtökin segja fyrirtækin í skammakróknum þar til þau fara að niðurstöðum kærunefndarinnar. Neytendasamtökin hafa nafngreint sjö fyrirtæki sem þau vara neytendur við að versla við en fyrirtækin eiga það öll sameiginlegt að hafa ekki farið að niðurstöðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Umrædd fyrirtæki eru Ferðaskrifstofa Íslands, Ormsson, CC Bílaleiga, Matfasteigna, Geri Allt, Camper Iceland og GC ehf. Í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna, undir yfirskriftinni „Varist þessi fyrirtæki“ segir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa sé ein af þeim nefndum sem taki á kvörtunum neytenda en hún er skipuð fulltrúum neytenda, atvinnulífsins og stjórnvalda. „Neytendur geta lagt ágreiningsmál við seljendur fyrir nefndina og fengið skjóta úrlausn mála sinna utan dómstóla. Á undanförnum tveimur árum hefur nefndin úrskurðað í vel á annað hundrað málum, þar af neytendum í vil að hluta eða að fullu í 65 málum,“ segir í tilkynningunni. Sá hængur sé þó á störfum nefndarinnar að þrátt fyrir að flest fyrirtæki uni niðurstöðum hennar séu örfáir „svartir sauðir“ sem geri það ekki. Um sé að ræða ofangreind fyrirtæki en upphæðirnar séu svo lágar að það taki því ekki fyrir neytendur að fara með málin fyrir dómstóla, þrátt fyrir að þau myndu að öllum líkindum vinnast. Þetta veki upp spurningar um það hvort nauðsynlegt sé að koma á svokölluðum smákrafnarétti að erlendri fyrirmynd (e. Small Claims Court). Í tilkynningunni segir einnig að nöfn þeirra fyrirtækja sem ekki fara að niðurstöðu kærunefndar vöru- og þjónustukaupa verði birt í eitt ár en fari svo af listanum. Þau séu birt neytendum til varnaðar. „Samtökin hvetja forsvarsmenn fyrirtækjanna að fara tafarlaust að úrskurðum kærunefndarinnar. Þangað til verða þau í skammarkróknum.“ Neytendur Verslun Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Umrædd fyrirtæki eru Ferðaskrifstofa Íslands, Ormsson, CC Bílaleiga, Matfasteigna, Geri Allt, Camper Iceland og GC ehf. Í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna, undir yfirskriftinni „Varist þessi fyrirtæki“ segir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa sé ein af þeim nefndum sem taki á kvörtunum neytenda en hún er skipuð fulltrúum neytenda, atvinnulífsins og stjórnvalda. „Neytendur geta lagt ágreiningsmál við seljendur fyrir nefndina og fengið skjóta úrlausn mála sinna utan dómstóla. Á undanförnum tveimur árum hefur nefndin úrskurðað í vel á annað hundrað málum, þar af neytendum í vil að hluta eða að fullu í 65 málum,“ segir í tilkynningunni. Sá hængur sé þó á störfum nefndarinnar að þrátt fyrir að flest fyrirtæki uni niðurstöðum hennar séu örfáir „svartir sauðir“ sem geri það ekki. Um sé að ræða ofangreind fyrirtæki en upphæðirnar séu svo lágar að það taki því ekki fyrir neytendur að fara með málin fyrir dómstóla, þrátt fyrir að þau myndu að öllum líkindum vinnast. Þetta veki upp spurningar um það hvort nauðsynlegt sé að koma á svokölluðum smákrafnarétti að erlendri fyrirmynd (e. Small Claims Court). Í tilkynningunni segir einnig að nöfn þeirra fyrirtækja sem ekki fara að niðurstöðu kærunefndar vöru- og þjónustukaupa verði birt í eitt ár en fari svo af listanum. Þau séu birt neytendum til varnaðar. „Samtökin hvetja forsvarsmenn fyrirtækjanna að fara tafarlaust að úrskurðum kærunefndarinnar. Þangað til verða þau í skammarkróknum.“
Neytendur Verslun Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira