Viðskipti innlent

Gísli Freyr tekur við af Stefáni Einari

Atli Ísleifsson skrifar
Gísli Freyr Valdórsson.
Gísli Freyr Valdórsson. Vísir/Vilhelm

Gísli Freyr Valdórsson hefur verið ráðinn fréttastjóri viðskiptadeildar Morgunblaðsins og tekur hann við stöðunni af Stefáni Einari Stefánsyni.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag, en Gísli Freyr hefur starfað sem ráðgjafi hjá KOM ráðgjöf frá árinu 2017. Þar áður starfaði hann sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu og var um tíma aðstoðarmaður innanríkisráðherra.

Hann hefur auk þess síðustu ár verið ritstjóri og útgefandi að tímaritinu Þjóðmálum, auk þess að stýra samnefndum hlaðvarpsþætti. Gísli Freyr hefur störf á Morgunblaðinu í dag.

Stefán Einar er sagður nú munu einbeita sér að þáttastjórnun í Dagmálum, auk þess að sinna öðrum verkefnum utan fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×