Körfubolti

Ísland hefur ekki tapað heimaleik með Martin í búning í meira en fjögur ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson skorar í leiknum á móti Ítalíu í gærkvöldi.
Martin Hermannsson skorar í leiknum á móti Ítalíu í gærkvöldi. Vísir/Bára Dröfn

Íslenska körfuboltalandsliðið vann frábæran sigur á sterku liði Ítala í Ólafssal í gær en íslensku strákarnir lönduðu sigri eftir tvær framlengingar.

Martin Hermannsson var með íslenska liðinu í leiknum í gær og munaði auðvitað mjög mikið um það en hann var með 23 stig og 7 stoðsendingar þrátt fyrir að spila allan seinni hálfleikinn meiddur.

Martin var að spila sinn fyrsta landsleik á Íslandi síðan í ágúst 2019 þegar hann hjálpaði íslenska liðinu að vinna Portúgal í Laugardalshöllinni.

Íslenska landsliðið hefur unnið fimm síðustu heimaleiki sína eða síðan alla leiki hér á landi síðan liðið tapaði á móti Belgíu 24. febrúar 2019.

Martin missti af þeim leik vegna meiðsla og það þarf því að fara allar götur til nóvember 2017 til að finna heimaleik sem Ísland tapaði með Martin innanborðs.

Martin hefur fagnað sigri í sex síðustu heimaleikjum sínum með íslenska landsliðinu og í þeim er hann með 20,5 stig og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Síðasti tapleikur hans með landsliðinu á Íslandi var á móti Búlgaríu 27. nóvember 2017 en þá dugði ekki að Martin væri með 21 stig og 6 stoðsendingar. Leikurinn tapaðist naumlega með þremur stigum.

  • Síðustu sex heimaleikir Martins Hermannssonar með íslenska landsliðinu:
  • 23 stig og 7 stoðsendingar í sigri á Ítalíu í febrúar 2022
  • 19 stig og 7 stoðsendingar í sigri á Portúgal í ágúst 2019
  • 16 stig og 3 stoðsendingar í sigri á Sviss í ágúst 2019
  • 13 stig og 8 stoðsendingar í sigri á Portúgal í febrúar 2019
  • 26 stig og 3 stoðsendingar í sigri á Tékklandi í febrúar 2018
  • 26 stig og 6 stoðsendingar í sigri á Finnlandi í febrúar 2018



Fleiri fréttir

Sjá meira


×