Viðskipti innlent

Play bætir við áfangastað í Norður-Ameríku

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hægt verður að fljúga með Play til Orlando frá 30. september.
Hægt verður að fljúga með Play til Orlando frá 30. september. Vísir/Vilhelm

Íslenska flugfélagið Play hefur opnað fyrir miðasölu á flugi til Orlando í Bandaríkjunum. Fyrsta flug félagsins til Orlando verður 30. september næstkomandi en þangað verður flogið þrisvar í viku.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Þar segir að flogið verði til Orlando International flugvallarins á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Þetta er fjórði áfangastaður Play í Bandaríkjunum, sem þegar flýgur til Boston, Baltimore og New York. 

Fram kemur í tilkynningunni að það sé vegna nýrrar Airbus A321neo Long Range flugvélar, sem væntanleg er í flota félagsins þegar nær dregur sumri, sem hægt sé að fljúga til Orlando. Þessi tegund flugvéla hafi það fram yfir systurvélar sínar að geta borið meira eldsneyti og hafi því meiri drægni. 


Tengdar fréttir

PLAY ræsir miðasölu til Orlando, sjá mikið svigrúm til verðlækkana

PLAY hefur hafið miðasölu á flugi til Orlando í Flórída sem verður fjórði áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir flugfélagið geta boðið mun hagstæðari fargjöld til Orlando en tíðkast hafa hingað til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×