Neytendur

Ora síld kölluð inn vegna glerbrots

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Glerbrot fannst í einni krukku af Ora marineraðri síld.
Glerbrot fannst í einni krukku af Ora marineraðri síld. Aðsend

Ora og ÓJK - ÍSAM í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness hefur ákveðið að kalla inn eina lotu af Ora marneraðri síld í bitum.

Um er að ræða síld í 590 gramma krukku með best fyrir dagsetninguna 16.06.2022. Glerbrot fannst í einni krukku með sömu best fyrir dagsetninguna. 

Þetta segir í tilkynningu frá ÓJK. Viðskiptavinir sem hafa keypt vöruna með fyrrgreindri dagsetningu eru beðnir að neyta hennar ekki heldur ða skila henni í næstu verslun eða hafa samband við dreifingaraðila ÓJK - ÍSAM í síma 522-2700 eða í tölvupósti tinna@ojk-isam.is. 

Heiti vöru: Ora marineruð síld í bitum 590g

Lotunúmer sem innköllun á við: L94046

Best fyrir dagsetning sem innköllun á við: 16.06.2022

Strikanúmer: 5690519000636

Nettómagn: 590g

Dreifing: Bónus, Hagkaup, Fjarðarkaup, Nettó og Kjörbúðin.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×