Innlent

Ekið á barn nærri Gerða­skóla í Garði

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning barst um slysið um klukkan átta í morgun. Myndin er úr safni.
Tilkynning barst um slysið um klukkan átta í morgun. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Ekið var á dreng nærri Gerðaskóla í Garði á Suðurnesjum um klukkan átta í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja var drengurinn fluttur í sjúkrabíl til Reykjavíkur.

Ekki fengust nánari upplýsingar um slysið að svo stöddu, en búið er að hafa samband við aðstandendur.

Fréttablaðið sagði fyrst frá málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×