Klinkið

Andstaða oddvitans mælist illa fyrir í Valhöll

Ritstjórn Innherja skrifar
Óljóst er hvort oddvitinn fráfarandi hafi ekki lesið fréttamiðla eða hvort hér hafi verið um vanhugsaðar pólitískar keilur að ræða.
Óljóst er hvort oddvitinn fráfarandi hafi ekki lesið fréttamiðla eða hvort hér hafi verið um vanhugsaðar pólitískar keilur að ræða.

Marga rak í rogastans á fundi borgarstjórnar í gærkvöld þegar Eyþór Arnalds, fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokks, flutti tillögu um að fallið yrði frá þéttingaráformum við Háaleitisbraut og Bústaðaveg.

Nokkrum dögum fyrr hafði Reykjavíkurborg nefnilega þegar sent frá sér fréttatilkynningu þess efnis að hugmyndir um þéttingu við Bústaðaveg hefðu verið lagðar til hliðar, enda hefði samráðsferli og skoðanakönnun meðal íbúa sýnt víðtæka andstöðu við áformin. 

Óljóst er hvort oddvitinn fráfarandi hafi ekki lesið fréttamiðla eða hvort hér hafi verið um vanhugsaðar pólitískar keilur að ræða. 

Það var þó ekki eini höggstaðurinn á málflutningi oddvitans fráfarandi, því líkt og borgarstjóri nefndi í ræðu sinni á fundinum vinnur Sjálfstæðisflokkurinn sem Eyþór sjálfur er í forsvari fyrir, nú að umfangsmiklum þéttingaráformum við Háaleitisbraut 1. 

Má ætla að andstaða oddvitans fráfarandi við þéttingu byggðar mælist illa fyrir í Valhöll.

Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.