Körfubolti

Jón Axel skiptir aftur yfir til Þýskalands

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson er á leið til Þýskalands.
Jón Axel Guðmundsson er á leið til Þýskalands. FIBA

Körfuknattleiksmaðurinn Jón Axel Guðmundsson er á leið til Crails­heim í þýsku A-deildinni í körfubolta.

Jón gekk í raðir Fortitudo Bologna á Ítalíu síðasta sumar eftir veru hjá þýska liðinu Fra­port Skyl­iners í Frankfurt.

Hann er nú á leið aftur til Þýskalands þar sem hann mun leika undir stjórn Sebastian Gleim, en sá var þjálfari Fraport Skyliners er Jón Axel lék þar á sínum tíma.

Crailsheim situr í áttunda sæti þýsku A-deildarinnar með tíu sigra í 16 leikjum, en liðið hefur einnig leikið þrjá leiki af sex í Evrópubikarkeppninni á yfirstandandi tímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.