Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Karl Lúðvíksson skrifar 14. janúar 2022 09:08 Nú telja veiðimenn niður dagana fram að því að veiði hefst á ný en samkvæmt venju byrjar nýtt veiðitímabil 1. apríl hvert ár og það er heldur betur farið að styttast í þetta. Til að stytta sér stundir fram að fyrsta veiðidegi en góð skemmtun að glugga í veiðitímarit og þar fremst í flokki má líklega nefna Sportveiðiblaðið sem hefur glatt veiðimenn í hart nær 40 ár með útgáfu sinni. Nýtt blað hefur liltið dagsins ljós og er nú fáanlegt á sölustöðum. Meðal efnis er viðtal við Hilmi Snæ Guðnason leikara sem meðal annars leikur í Síðustu Veiðiferðinni en veiðimenn bíða spenntir eftir mynd númer tvö þar sem fyrsta myndin sló rækilega í gegn. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri segir söguna af því þegar hún veiddi fyrsta flugulaxinn í Haukadalsá en eftir það hefur veiðidellann tekið sér bólfestu í henni. Blaðið er að venju stútfullt af skemmtilegu efni en þess má geta að afmælisblað Sportveiðiblaðsins kemur út á þessu ári þar sem haldið verður upp á 40 ára afmælisútgáfu blaðsins. Stangveiði Mest lesið Kveðja til veiðikvenna við Langá Veiði Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Sumarhátíð Veiðihornsins stendur yfir um helgina Veiði Veiðin að glæðast í Soginu Veiði Frá 25 til 60 prósenta afsláttur á veiðileyfum Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Veiði
Til að stytta sér stundir fram að fyrsta veiðidegi en góð skemmtun að glugga í veiðitímarit og þar fremst í flokki má líklega nefna Sportveiðiblaðið sem hefur glatt veiðimenn í hart nær 40 ár með útgáfu sinni. Nýtt blað hefur liltið dagsins ljós og er nú fáanlegt á sölustöðum. Meðal efnis er viðtal við Hilmi Snæ Guðnason leikara sem meðal annars leikur í Síðustu Veiðiferðinni en veiðimenn bíða spenntir eftir mynd númer tvö þar sem fyrsta myndin sló rækilega í gegn. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri segir söguna af því þegar hún veiddi fyrsta flugulaxinn í Haukadalsá en eftir það hefur veiðidellann tekið sér bólfestu í henni. Blaðið er að venju stútfullt af skemmtilegu efni en þess má geta að afmælisblað Sportveiðiblaðsins kemur út á þessu ári þar sem haldið verður upp á 40 ára afmælisútgáfu blaðsins.
Stangveiði Mest lesið Kveðja til veiðikvenna við Langá Veiði Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Sumarhátíð Veiðihornsins stendur yfir um helgina Veiði Veiðin að glæðast í Soginu Veiði Frá 25 til 60 prósenta afsláttur á veiðileyfum Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Veiði